Ský - 01.10.2004, Síða 24
MÁ EKKERT BORÐA
SEM ER GOTTIDESEMBER?
Jólin eru tími aukakílóanna. Flestir virðast bæta meira við sig í þessum mánuði
en alla aðra, enda ærin ástæða til. Smákökurnar, jólaglöggin, hangikjötið, jólaölið
og nammið flæðir á borðum landsmanna allan mánuðinn og oft rúmlega
það. Og þar liggur einmitt vandamálið. Fólk er að leyfa sér allt, í öll mál, allan
mánuðinn! Það er því ekki furða þótt vigtin sýni meira í byrjun janúar en hún
gerði í nóvember.
Hvað er þá til bragðs að taka? Á að neita sér um allar kræsingarnar sem eru aðeins á
boðstólum í jólamánuðinum? Alls ekki! Fólk þarf einfaldlega að vera meðvitaðra um
það sem það lætur ofan í sig. Desembermánuður er ekki undanskilinn þegar kemur
að mataræðinu, þótt margir myndu eflaust óska þess. Ef mataræðið er slæmt bitnar
það á manni sjálfum í janúar, hjá sumum einnig í febrúar, hjá öðrum fram í mars og
enn öðrum jafnvel lengur!
Þeir sem stunda reglubundna hreyfingu og lifa á hollri fæðu leyfa sér flestir einn
svindldag í viku. Það er því sjálfsagt að fylgja þeirri reglu í desember eins og alla aðra
mánuði ársins. Ef sex dagar vikunnar eru hollir og góðir er það gott fyrir líkama og sál
að fá smáverðlaun í lok vikunnar. Að auki nýtur maður þess matar enn betur ef maður
hefur þurft að hafa aðeins fyrir því að fá hann.
Frá Þorláksmessu til nýársdags er sjálfsagt að leyfa sér að njóta þess sem býðst. Ein
vika af 52 skemmir ekki þann árangur sem þið hafið náð með líkamann. Hins vegar
geta 6-8 vikur samfleytt gert það! Hvað erbetra en að vakna á nýársdag og hafa ekki
þurft að strengja þess heit við áramót að þurfa ekki að ná heilum 15 kílóum af sér,
eingöngu vegna þess að þú náðir að koma hreyfingu og góðu mataræði inn í þétta
dagskrá desembermánaðar?
Desember verður ekkert síðri þó að maður hreyfi sig 2-3 sinnum í viku og passi sig að
borða ekki smákökur í öll mál. Eitt er þó víst; janúar verður léttari!
'Ráhert Trawstmcn uát meim um matai'æði en aðrír &em vinna fyrír
STý. 'Pesmegrta er alltaf leitað í aiskuhanka fian&, &á'&taklega nú
þegar & máJiökubak&tiirin 11 fer að fiefja&t...