Ský - 01.10.2004, Síða 27

Ský - 01.10.2004, Síða 27
LÍF HÖLLU FER SÍFELLT NIÐUR Á VIÐ. HENNI FINNST HÚN EKKI LENGUR EIGA SAMLEIÐ MEÐ ÖLLUM ÞESSUM HAMINGJUSÖMU ÍSLENDINGUM OG SKILUR HVORKI UPP NÉ NIÐUR í ÞVÍ HVERNIG LÍF HENNAR TÓK STAKKASKIPTUM MEÐ EINNI UNDIRSKRIFT. HÚN VAR JÚ BARA ÁBYRGÐARMAÐUR. _____ þak yfir höfuðið né bíl. Hún má, fyrir náð og miskunn, eiga bankabók, en einhverra hluta vegna má hún ekki nota debetkort, þaðan af síður kreditkort. Hún getur ekki notið alls kyns afslátta og sparnaðartilboða, sem sífellt er verið að bjóða korthöfum, og eina sparisjóðsbókin sem hún má eiga nýtur lægstu mögulegra vaxta. Slík er refsingin fyrir að hafa í góðmennsku og bjartsýni gerst ábyrgðarmaður hjá „traustum" banka. Halla reynir af bestu getu að lifa á örorkubótunum en satt að segja er það hægara sagt en gert. Hún hefur ekki lengur efni á því að taka þátt í félags- og menningarlífi og einangrast sífellt meira úr mannlegu samfélagi. Hún hefur leitað allra leiða til þess að gera sig að fyrirtæki með nýrri kennitölu. En gjaldþrota öryrki má ekki eiga fyrirtæki. Hún er ein og einmana og saknar þess stundum að hafa ekki einhvern útsmoginn Eyvind sér við hlið. En eini maðurinn sem sýnir henni áhuga er Innheimtumaður ríkisins. Höllu grunar sterklega að hann aki um götur borgarinnar á fjallajeppa. Sjálf er Halla hrædd við jeppana sem taka lítið tillit til einmana konu á göngu sem skilur hvorki upp né niður í kynsystrum sínum sem virðast þurfa að eiga einn slíkan til þess að skjótast út í búð eftir mjólkinni. Halla, sem stundaði menningarlífið af miklum móð áður en hún varð ábyrgðarmaður, reynir allt hvað hún getur til þess að sætta sig við þann súrsæta veruleika að þorri Islendinga myndi sennilega frekar vilja reisa glæsilega smurstöð og marmaraskreytt bifreiðaverkstæði en tónleikahús. Þessa dagana er Halla hálfmáttfarin. Maginn er útblásinn líkt og á börnunum í Bíafra sem foreldrar hennar hótuðu henni með þegar hún vildi ekki borða matinn sinn. Halla hefur nefnilega tekið þá ákvörðun að klípa af öryrkjabótunum mánaðarlega og reyna að safna fyrir farmiða til útlanda. Hún hefur enn ekki ákveðið hvert hún fer, en eitt er víst að Frakkland verður ekki fyrir valinu. Halla er hrædd um að þar muni fólk hæðast að henni og fara að tala um ISKÝ I 27 ísjakann. Sennilega verður eitthvert fjarlægt land fyrir valinu. Land sem er gott og gjöfult íbúum sínum, þar sem orð eins og ábyrgðarmaður, sauðaþjófur, gjaldþrot og öryrki eru ekki til í tungumálinu. Land þar sem hægt er á auðveldan hátt að eignast eigið húsnæði með því að reisa sér kofa úr leir eða kúamykju án bankaláns. Draumur Höllu er sá að fleiri af hennar sauðahúsi muni fylgja fordæmi hennar. Þannig mætti reisa leirkofaþyrpingu landflótta kvenna sem láta sér lynda að lifa á því sem landið gefur og drýgja með því íslenskar örorkubætur. Eflaust liði ekki á löngu þar til settar yrðu á fót alls kyns nefndir og ráð til þess að fylgjast með og heimsækja þessa forvitnilegu byggð þar sem Höllurnar tækju á móti nefndarmönnum (sem eðli málsins samkvæmt væru karlar) með söng og kynfæraslætti. Vonandi fórna nefndarmenn smáhluta af dagpeningunum og koma með gjafir ífarteskinu. Eitt er víst að Höllurnar tækju fagnandi á móti gjöfunum. Svo framarlega sem ísjaki verður ekki fyrir valinu. Líklega snýr Halla aldrei aftur úr útlegðinni. Ekki einu sinni eftirtíu ár, þegar íslenskt samfélag er tilbúið að taka hana í sátt. Því hver vill búa í landi sem býr svo illa að þegnum sínum? Landi þar sem ráðamenn bera enga virðingu fyrir Höllunum sem eitt sinn báru þá undir belti. Ekki þessi Halla, svo mikið er víst. Möjundur e>- 'Pánmn Stefámdótdr sem med pi&tli þesáum mll &ýna ueluilja sinn til kvenna &em standa fiallum fieti í samfélaginu.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.