Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 28

Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 28
SKÝ 28 KÖKUGERÐARMEISTARINN ÞORMAR vanur óvæntum uppákomum.. Fólk sat fyrir framan sjónvarpstækin í vor og það mátti sjá tár í augum margra ... Allt í lagi, kannski ekki karlmanna, en þeir sáust nú samt nokkrir fyrir framan skjáinn. Það var ekki verið að tárfella yfir því að ísland væri að tapa enn einum fótboltaleiknum. O, nei, það var verið að gráta yfir fegurð og rómantík! Friðrik Danaprins var að kvænast hinni undirfögru Mary og við hérna heima á í^róni vissum nákvæmlega hvers konar terta biði þeirra í veislunni! Þormar Þorbergsson, kökugerðarmaðurinn káti, í Café Konditori Kopenhagen á Suðurlandsbraut, hafði nefnilega fengið uppskriftina hjá kollegum sínum í Kóngsins Kaupmannahöfn og gefið okkur landanum kost á að bragða á henni. En hvað? Borðuðum við bara brúðartertuna í kringum brúðkaupsdaginn? Xjéáinynd Táll Stefánsóon Hvað er í þessari köku sem gerir hana svona góða? „Vanilla, makkarónur, hindber og ekta rjómi; klassísk dönsk hráefni, annars er það nú pínu leyndó..." Heldurðu að fólk hafi kannski keypt meira af þessari svokölluðu „prinsaköku" til að finna til meiri samkenndar með danska brúðarparinu? „Já, sennilega sumir, en ég held að íslendingar hafi mjög mikinn áhuga á Danmörku og öllu sem danskt er, það hafa svo margir íslendingar búið í Danaveldi." Hvers konar kökur eru mest keyptar hjá þér? „Desertterturnar okkar eru mjög vinsælar og fólk hefur þær mikið eftir að hafa búið til og borðað góðan mat eða bara þegar það á von á gestum. Fólkkaupirfyrst og fremstterturfyrir brúðkaup, skírnarveislur, erfidrykkjur og afmæli en svo er fólk farið að kaupa tertur og nota sem tækifærisgjafir." Misjafn er smekkur manna. Ég verð með nokkur kaffiboð og veit ekkert hvað ég get boðið upp á. Nú leita ég til þín. Hvað býð ég: a) Kínverjum b) Bretum c) Finnum d) frænku minni að austan, sem hefur aldrei borðað neitt nema heimabakað?! „Við sérhæfum okkur í danskri og norður-evrópskri kökugerð, það hefur Islendingum líkað mjög vel. Flestum þjóðum finnast súkkulaði og rjómi góður. Ég geri ráð fyrir því að flestir útlendingar sem ferðast til íslands vilji smakka eitthvað íslenskt, til dæmis skyrmús-tertu eða gott íslenskt rabarbara-pie og svo gerir íslenskt brennivín flesta útlendinga glaða og káta! Fyrir frænku þinni að austan myndi ég kynna nýjustu tískusveiflur í evrópskri kökugerð og „blow her mind"! Hvaða nýjungar ertu með núna? „Við erum að búa til kryddblöndur sem fólk notar til að laga jólaglögg og danskar eplaskífur eru orðnar talsvert vinsælar hjá okkur. Svo verðum við við með ýmsar nýjungar í konfekt- og súkkulaðigerð um jólin". Jólin nálgast og flestar húsmæður hafa í nógu að snúast. Hvað geturðu selt þeim sem hver húsmóðir getur verið stolt af að setja sem eftirrétt á jólaborðið? „Ris a l'amande, danskur jóladesert, er alveg frábær í jólaboðið. Þetta er vinsælasti jóladesert Dana og gerir ávallt mikla lukku hjá íslendingum þegar ég hef borið hann fram." Þarf að panta slíkt með löngum fyrirvara? „Svona tveggja til þriggja daga fyrirvari á yfirleitt að vera nóg." Heldurðu að það sé liðin tíð að húsmæðrum finnist ekkert nógu flott á veisluborðið nema þær hafi búið það til sjálfar? „Já, ég held að það sé liðin tíð, fólk í dag er orðið svo opið og spennt fyrir nýjungum og held lika að fólk hafi mun minni tíma nú en áður til að baka sjálft." Setjum svo að ég eigi von á 15 manns í jólaboðið, hafi pantað hjá þér tertu, en uppgötvi mér svo til skelfingar á Þorláksmessu að ættingjar mínir frá útlöndum ætla að koma mér á óvart og verða hjá mér um jólin. Þá þarf ég 30 manna tertu! Geturðu bjargað því? - En ef ég myndi nú hringja kl. 13 á aðfangadag??? „Við gætum örugglega hjálpað þér, við undirbúum okkur mjög vel fyrir jólin og erum ekkert óvön því að taka á óvæntum uppákomum. Á aðfangadag erum við með opið til kl. 14 og það yrði þá ekki í fyrst skipti sem við stæðum frammi fyrir þessu en við myndum að sjálfsögðu fórna okkur fyrir málstaðinn." Hvers konar kökur verðið þið hjónin með á ykkar borðum á jólunum? „Þessi jól verða danskir tengdaforeldrar minir á Islandi og þau koma yfirleitt með fullar ferðatöskur af gourmet-jólamat, osta, kjöt og rauðvín og efast ég um að það verði breyting á því ekki þá nema tollverðirnir gómi þau. Eftirrétturinn verður að sjálfsögðu ris a l'amande". Ertu mikið jólabarn, Þormar? „Nei, ekkert sérstaklega. Ég borða góðan mat, hvíli mig og er í faðmi fjölskyldunnar sem er náttúrlega mjög gott." lízelkt mar hytjuð að fletta uppskriftarbékum þegar fubv uppgÁUnaði að fljádegra uderi að fudngja í kökugerðannei&tarantv...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.