Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 32

Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 32
LEITIN AÐ HINUM FULLKOMNA BOLLA Sjö sinnum á ári var mávastellið tekið fram. Sjö sinnum á ári formælti heimilisfaðirinn bollunum. Þeir voru, sagði hann, versta hönnun sem komið hafði á bollamarkaðinn frá því að fólk hætti SKÝ að nota hol grasker sem drykkjarílát. 32 Jj'é&myndir Váll Stefám&an Við bollann sjálfan var ekkert athugavert. Það var eyrað á honum sem var meingallað. Ekki hægt að ná taki á því, sagði maðurinn. Hann var með fingur eins og bjúgu og fljótt á litið virtist fötuhald það eina sem þræða mætti þessa fingur í. Svo var þó ekki. Enginn kom fingri inn í eyra bollans, ekki einu sinni óharðnaðir telpufingur smugu í hankann. Umræddir telpufingur voru á mér. Þarna sat ég með fleytifullan, fokdýran bolla, sem kostaði ekki bara eins og tyrkneskt nýra, heldur þurfti að sækja hann til útlanda og smygla honum til landsins að viðlögðu fangelsi. Til að lyfta bollanum þurfti að klemma þumal og vísifingur um hankann. Beita varð um tólf tonna þrýstingi með tveimur fingrum svo bollinn skryppi ekki í hendinni og kaffið lenti í kjöltunni. Það var ekki hægt að ná öruggu taki á honum. Ef eitthvað hefur skaðað mig varanlega í æsku, þá var það mávastellið. Eg hét því að eignast aldrei bolla sem væri taugatrekkjandi erfiðisvinna að drekka úr. Við það stóð ég, en það leið hálf öld áður en ég eignaðist hinn fullkomna bolla. Síðustu 400 árin, eða allt frá því að kaffi, te og kakó tóku land í Evrópu, hafa tvö sjónarmið verið ofan á í bollahönnun. Fagrir fyrir efnafólkið og minna fögur, stundum allt að Ijót, ódýr ílát fyrir alþýðuna. Aðeins síðustu hundrað árin hefurtízkan gert sveiflurnar hraðari og það eru bara fimmtíu ár síðan hannaðir bollar fóru aðfást á viðráðanlegu verði. Ekkert af þessu gerði þó nokkuð fyrir bollann sjálfan. Því meira sem var hannað, því síðri vildi bollinn vera. Hverju á góður bolli að standa undir? Hann á að liggja vel í hendi, svo það sé þægilegt að drekka úr honum. Þá á hankinn auðvitað að rúma mannsfingur. Hann á hvorki að vera svo þykkur að bollinn gleypi allan hitann úr vökvanum né svo þunnur að hitinn fuðri út í loftið. Brúnin á að vera örlítið aflíðandi út á við því þannig liggur hann betur við vörina sem sýpur. Bollinn á ekki að vera svo víður að vökvinn kólni of hratt eða hann renni niður kinnar manns. Heldur ekki þröngur eða með brún sem slútir inn á við. í þess konar bolla þarf fólk ekki munn, heldur rana. Bollinn á líka að vera Ijós að lit. Á árunum upp úr 1960 komust í tízku bollar sem voru dökkir, stundum svartir að innan. Fram að því vissi enginn að út undan sér fylgjast augun með því sem maður drekkur. í svörtum bolla sér maður ekki kaffibrúnina. Eftir að hafa endurtekið fengið kaffið í nasirnar hættu margir að nota íðilfagra bolla og fengu sér bara einhverja Ijóta sem skvettu ekki framan í þá. Nútímakröfur segja að bollinn eigi að vera fallegur. Það er enginn hégómi. Allt sem maður borðar eða drekkur úr ætti að minnsta kosti að vera geðugt og helzt mjög fallegt. Það hefur nefnilega áhrif á lystina og hún hefur áhrif á meltinguna. Það er því heilbrigðisatriði að bollinn sé fallegur. Af sömu ástæðu á ekki að nota skörðótt eða sprungið. í alla bresti á glerungnum setjast óhreinindi og litur úr matnum eða drykknum. Skörðótt er ekki endilega lífshættulegt, en það er fráhrindandi. Það þjónar líka fegurðarskyni okkar að bollinn sé sléttur undir og stöðugur á undirskálinni. Ruggandi bolli angrar. Síðasta atriðið lögðu vísindin okkur til fyrir skömmu. í heitum vökva sem fer kólnandi myndast straumur. Ef hliðar bollans eru beinar og botninn þvert á (það er ekki hægt að lýsa bolla sem ferhyrndum) þá myndast ekki hringrás í honum eins og í bolla með aflíðandi hliðar þar sem botninn er að minnsta kosti þriðjungi minni en opið að ofan. í aflíðandi bolla eru kaffivænir straumar sem halda ekki aðeins jöfnu hitastigi á öllu innihaldinu, heldur koma í veg fyrir að þyngri og beizkari efni kaffisins sökkvi til botns. Þá er síðasti sopinn bitur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.