Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 34

Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 34
Grædast|ói*i Flu^iéla^** Islands*: GÓÐHJÖRTUÐ EFTIRLITSLÖGGA „Við björgum þessu.“ Þessi orð lýsa gæðastjóra Flugfélags íslands betur en nokkur önnur. í huga Björns Þve Kristjánssonar er ekkert sem ekki er hægt að bjáfgá. Málið er bara að setja stefnuna á eitthvað; hafa markmið, sjá þau fyrir sér og þá gerast hlutirnir af sjálfu sér. Hann er einstakt Ijúfmenni, skapgóður, hjálpsamur og eldklár; Enda þurfum við slíkan mann við störf hjá Flugfélaginu. Hann er málamiðlari, segja þeir sem til þekkja, maður sem á einstaklega auðvelt með mannleg samskipti. Hann ersagður góðhjörtuð eftirlitslögga innan Flugfélagsins. Aðrir benda á að leitun sé að manni sem sé jafnákafur í að sækja námskeið og leita sér meiri menntunar á sínu sviði. Það er þess vegna sem Björn lét sér ekki eingöngu nægja að læra til flugvirkja og síðar flugvélstjóra; hann er líka einkaflugmaður og lærði flugumsjón, - bara svona til að skilja flugheiminn betur. Hann hefur starfað í flugheiminum í næstum þrjá áratugi. EN HVAÐ GERIR GÆÐASTJÓRI FLUGFÉ1_AGS ÍSLANDS? ,,Hann er tengiliður milli Flugfélagsins og Flugmálastjórnar sem er í samtökunum JAA, JoinedAviation Authorities, semeru Evrópusamtök flugmálayfirvalda þar sem allir vinna eftir sömu reglum í fluginu. Það er viss heildarstefna í flugmálum í Evrópu og mitt starf felst í því að gera úttekt á deildum, tæknideild og flugdeild Flugfélags Islands. Ég fylgist með að reglugerðum varðandi flugið, þjálfunarmálum og viðhaldsmálum sé framfylgt. Ég er eins konar gluggi fyrir Flugmálastjórn inn í Flugfélagið því mér ber að gera úttektir á allri flugstarfsemi og tæknistarfsemi. Það tæki Flugmálastjórn marga daga að gera slíka úttekt, þannig að þess í stað fara þeir yfir mínar úttektir og sjá þar með hvar skórinn kreppir. Mér ber að sjá til þess að flugmenn og flugfreyjur sæki þjálfun, að innkaup séu eftir ákveðnum staðli, allt sem fer í viðgerð fari á viðurkennd verkstæði, pappírsvinna og frágangur sé samkvæmt bókinni. Þetta byggist mikið á að hægt sé að rekja söguna; til dæmis að allt sem fer í flugvél sé hægt að rekja til viðurkenndra framleiðenda. Ég geri líka úttektir á okkar fólki úti á landi því allir hafa sínar vinnureglur og verklög og ég kanna hvernig staðið er að fragtinni, inntékkuninni.að vélarnar séu rétt hlaðnar og afísing sé framkvæmd samkvæmt réttum stöðlum." Meðal verkefna Björns er að kenna afísingu flugvéla og það kennir hann á áætlunarstöðum Flugfélagsins hér á landi og á Grænlandi. Eins gott að vanur maður sé við störf þegar vetur gengur í garð: „Verstu skilyrði fyrir ísingu véla er íslenska hitastigið, milli fjögurra gráðu hita og fjögurra stiga frosts, svo ég tali nú ekki um úrkomu. Snjór eða slydda sest á vélarnar, en þær verða að vera hreinar af öllum snjó þegar þær fara í loftið. Þegar flugvél er komin í loftið sér hún um sig sjálf því hún er með sjálfvirkan afísingarbúnað. Það hættulegasta við flugið er oft sá tími sem vélin er á jörðu niðri." Hvað meinarðu með því? „Segja má að hættulegasti hluti ferðalagsins sé aksturinn út á flugvöll. Væri Keflavíkurvegurinn flugvöllur, væri löngu búið að loka honum sem stórhættulegum flugvelli. Flugvöllur, þar sem yfir 50 manns hafa látið lífið á tuttugu árum, fengi aldrei að starfa." Björn hefur starfað víða um heim. Hann hélt til Bandaríkjanna 18 ára til að læra flugvirkjun og starfaði síðan sem flugvirki á Flórída í þrjú ár. Þaðan lá leiðin heim til starfa hjá Arnarflugi og síðar hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.