Ský - 01.10.2004, Síða 35
SAS í Gautaborg og hjá Atlanta, meðal annars í Indónesíu. Þrátt
fyrir menntun á sviði flugumsjónar hefur Björn aldrei starfað við
hana; segist fyrst og fremst hafa viljað kynna sér þennan vettvang.
Margur kynni að ætla að ákveðinn glamúr hafi fylgt því að starfa
um allan heim og því kannski erfið ákvörðun að flytja aftur heim til
íslands?
„Nei, síður en svo. Flugheimurinn í útlöndum verður þarna áfram og
það er ekkert mál að fara inn í hann, vilji menn það. Ég kaus hinsvegar
að koma heim og sjá dætur mínar vaxa úr grasi og vera hjá konunni
minni."
MANNLEGU SAMSKIPTIN MIKILVÆGUST
Hvað finnst honum skemmtilegast við starf sitt og hvað er
erfiðast?
„Skemmtilegast eru þessi mannlegu samskipti sem ég á við alla
starfsmenn Flugfélagins, ekki sístfólkið úti á landi. Ég kem að flestum
þáttum rekstursins. Það sem Flugfélagið hefur fram yfir önnur félög,
t.d. Flugleiðir, er þessi samgangur. Þar sem skrifstofa Flugfélags
Islands er, þar er líka kaffistofan þar sem allir hittast; fólk af skrifstof-
unni, úr viðhaldsdeildinni, bókhaldinu, inntékkuninni, flugmenn,
flugfreyjur, flugvirkjar, framkvæmdastjórinn, markaðsstjórinn - allir.
Tengingin milli starfsmannanna verður því meiri. Flugstjóri hjá stærri
flugfélögunum, til dæmis, á sjaldnast erindi á skrifstofuna. Hann
hittir kannskí aðstoðarflugmanninn á þriggja mánaða fresti og sömu
flugfreyjuna þrisvar á sumri. Það verða allt önnur mannleg samskipti
á svona litlum vinnustað eins og Flugfélagið er.
Erfiðast er að íslendingar halda oft að það sé auðveldara og ódýrara
að stytta sér leið. Það sé dýrara að gera hlutina rétt. Ég reyni að sjá
til þess að allt sem fólk gerir hjá Flugfélaginu sé gert samkvæmt
ákveðnu ferli. Allt sem flugvirki gerir verður hann að skrá og gera það
samkvæmt bók, númer þetta á blaðsíðu þetta. Flugvirki getur aldrei
styttsér leið þótt hann hafi gert hlutinn hundraðsinnum. Hlutirnir geta
breyst, varahlutur eða kerfi breytist og því getur enginn flugvirki sinnt
starfi sínu eftir minni; hann verður að vinna eftir bókinni. Flugmenn
verða að vinna samkvæmt gátlistum og handbókum vélanna, hvað
svo sem þeim finnst. Fólk á það til að venja sig á að fara einhverjar
styttri leiðir og það er verst þegar það er orðið norm. Þú getur til
dæmis vanið þig á að skafa ekki afturrúðuna á bílnum þínum og þú
sleppur við óhöpp árum saman, en svo einn daginn gerist það að þú
bakkar á. - Þjálfun er mikið mál. Ef þú kennir einhverjum hlutinn rétt
í upphafi.verður honum það eðlilegt að gera hann þannig og breytir
því ekki. í dag er áhersla lögð á að fólk tali saman og leysi vandamál
saman. Áður fyrr réð flugstjórinn öllu og enginn þorði að andmæla
honum.
Við vinnum eftir flugrekstarhandbók og tæknihandbók. Þetta eru
lifandi bækur sem eru sífellt að breytast. Það er verið að setja ný
tæki í flugvélarnar, verið að auka við þjálfun á einum stað, minnka
eitthvað annars staðar og mitt verk er að sjá til þess að þessar bækur
séu uppfærðar og fólk vinni eftir þeim. Þú þarft alltaf að geta bent
á hvernig eigi að gera hlutina, hvort sem um er að ræða farþega í
hjólastól, börn eiga í hlut eða annað. Fólk verður að virða reglurnar
og vinna samkvæmt þeim."
Ef þú ferð yfir störf þín í huganum, hvert þeirra hefur þér þótt mest
gefandi að vinna?
.Ég er nú þannig gerður að mér finnst alltaf það starf sem ég er að vinna
hverju sinni það skemmtilegasta. Mér líkar hins vegar einstaklega vel
við kennsluna, sem er hluti af starfi mínu núna, en ég er að kenna
starfsfólki meðal annars flugvernd, umgengni um flugvélar, upprifjun
á tæknihandbók, mannleg samskipti (human factor) og fleira."
Björn segir ekki miklar breytingar hafa orðið á starfi sínu eftir
hryðjuverkaárásirnar árið 2001, breytingarnar séu mestar á
flugvöllunum sjálfum:
„Nýlega kom reglugerð frá Evrópusambandinu um flugvernd í
innanlandsflugi. Þar eru gerðar kröfur um öryggismál á flugvöllum,
þ.e. að auka öryggi farþegans."
En ef vélarnar eru svona pottþétt yfirfarnar fyrir flug, hvers vegna
eru þá nauðlendingar ekki óþekkt fyrirbæri?
„Ég er reyndar á móti þessu neikvæða orði „nauðlending". Það
kemur fyrir að vélar þurfa að lenda vegna bilana og þá er oftast talað
um"nauðlendingu" í staðinn fyrir rétta orðið sem er „lending vegna
tæknilegrar bilunar". Nauðlending er þegar eitthvað grafalvarlegt er
að."
En er öryggi farþega í innanlandsfluginu þá ekki í þínum höndum?
Nei. Flugstjórinn er ábyrgur fyrir vélinni og flugstjórar bera gífurlega
ábyrgð líkt og flugvirkjarnir sem eiga að sjá um að allt sé í lagi. Ef
eitthvað fer úrskeiðis, þá er það yfirleitt ekki viðkomandi manneskju
að kenna, heldur er eitthvað í ferlinu sem þarf að breyta og bæta. Ef
eitthvað gerist í flugi er það ekki endilega flugmönnunum að kenna.
Þá þarf að skoða vinnuferlið og breyta þannig að sömu mistökin
endurtaki sig ekki. Vandamálin tengjast oft samskiptaleysi. Þetta er
ein keðja þar sem enginn hlekkur má bregðast." j <j|Q
Nú eru íslensk flugfélög sífellt að verða stærri og öflugri. Hvað 35
veldur?
„Það er engin ein ástæða fyrir því því hvers vegna það gengur svona
vel á Islandi þegar það eru vandamál og samdráttur í flugi í Evrópu
og í Bandaríkjunum. Mín persónulega skoðun er sú að íslenska
flugmálastjórnin eigi stóran þátt í velgengni íslenskra flugfélaga. Það
er ótrúlegt hvað þeir hjá Flugmálastjórn eru liprir og hversu gott er
að eiga við flugmálayfirvöld hér. íslenskur flugheimur á þeim mikið að
þakka. Þangað hefurvalistsérstaklega gottfólk með mikinn metnað í
að gera hlutina vel."
Áður en flugheimurinn fór að heilla Björn hafði hann látið sig dreyma
um að verða kennari, en hvað myndi hann vilja vinna við nú ef hann
hætti í starfi sínu?
„Égvildi verða leiðsögumaðurfjarri mannabyggðum - einhvers staðar
á hálendinu ..."
cAnna KjTétinc- kam&t að þwí að gæða&tjárar &tarfa