Ský - 01.10.2004, Side 36

Ský - 01.10.2004, Side 36
»> i«*»f o« Ivemist OÐRUVISI JOL... )=>ótt sumum kunni að þykja nóg um að detta næstum um jólaskraut í októbermánuði, leyfðum við hér á Skýjum okkur að fara í svolítið jólaskap á blautum og hvössum haustdegi því þegar þetta eintak blaðsins kemur fyrir sjónir ykkar er vissulega farið að styttast í jólin 2004. Flestir kjósa að verja jólum og áramótum í návist fjölskyldu og vina, en þeir eru alltaf til sem þurfa að sinna störfum sínum á hátíðisdögum. Við leituðum til fjögurra aðila sem vinna við störf, þar sem ekki skiptir máli hvort það er mánudagur, laugardagur - eða jól ... Jjá&myndir; 'Páll Stefán&&an úr einka&öfhnm SOLVEIG HAKONARDOTTIR, MOTTOKUSTJORI A 101 HOTEL REYKJAVIK: Sífellt fleiri ferðamenn koma til Islands yfir jólin, þótt ekki sé langt síðan þeir hafi varla getaðfengið sér matarbita yfir hátíðarnar því allt hefur verið lokað. Ég spyr því Sólveigu hvernig henni finnist að vinna um jólin. „Það er í góðu lagi því hótelin eru jú heimili ferðamannsins. Við höfum vaktalista sem rúllar allt árið og því ertilviljun hverjir þurfa að vinna hverju sinni. Enn sem komið er hefur þó enginn boðist til að vinna, en um leið er fólk ekki að reyna að komast undan." Við reynum að gefa sem flestum frí svo fólk geti verið með fjölskyldum sínum yfir hátíðarnar og oft er ekki mjög mikið að gera því ekki eru það margirferðamenn á hótelinu þessa daga." Sólveig hefur starfað mikið í útlöndum en segist aldrei hafa fengið heimþrá: „Ég hef verið við vinnu bæði hér heima og erlendis, í Dóminíska lýðveldinu og á Bahamaeyjum, hafði gaman af og naut þess. Lærði mikið því lífið og vinnan heldur áfram þó svo að við séum bundin við siði og venjur frá blautu barnsbeini og hver trú hefur sitt einkenni." Hefur eitthvað sérstakt eða óvænt komið upp á þegar þú hefur verið að vinna um jól? ,,Já, það var á aðfangadag árið 1996 á leiðinni frá Bahamaeyjum til Dóminíska lýðveldisins, þegar ég var veitingastjóri á litlu skemmtiferðaskipi og sá um allar veitingar fyrir gesti og starfsfólk. Ég varð svo sjóveik að ég lá í koju og gat mig ekki hreyft. Ég var búin að leggja á borð og skreyta með rauðum kertum og servéttum og setja pizzu í ofn fyrir þá sem gátu sig hreyft og staðið eða setið til borðs, en það varerfittvegna mikillar undiröldu. Mérfannst ég ekki standa mig í vinnunni og hafði mjög slæma samvisku yfir að standa mig ekki í starfi. Ég lá algjörlega hreyfingarlaus með mikla ógleði og það perlaði af mér svitinn. Skipið sveiflaðist djúpt sitt til hvorrar hliðar, upp og niður og ég heyrði hvernig sjórinn fossaði inn um kýraugun í næstu klefum og enginn vissi af því. Ég gat staulast fram úr og tróð koddum og teppum i kýraugun til að reyna að stoppa flæðið, en það lak inn samt sem áður og ég algjörlega gangslaus til vinnu! Mér fannst ég ekki vera rétt manneskja á réttum stað. Mér fannst erfitt að sætta mig við að ég hefði ekki staðið mig í vinnu sjálft aðfangadagskvöldið og að enginn skyldi fá hátíðarmat um borð þetta kvöld ... I morgunsárið, í undurfögru veðri, fékk ég leyfi til að stýra skipinu og við sólarupprás sáum við flugfiska og höfrunga í torfum í spegilsléttum sjó með land í augsýn. Við komu til Puerto Plata á jóladag var mér og samstarfskonu minni boðið á heimili borgarstjórans í kaffi og súkkulaðiköku, að þeirra sið. Það var dásamlegt að hafa fast land undir fótum aftur!" Það er ekki hægt að sleppa konu með svo mikla lífsreynslu af jólahaldi í öðrum löndum ... enda kemur í Ijós að Sólveig lumar á fleiri sögum: „Jólin 1999 var ég við hótelrekstur á Bahamaeyjum. Þá höfðum við opið fyrir þjónustu til kl. 18 á aðfangadag og frá kl.10-18 á jóladag og annan dag jóla. A annan dag jóla var farið niður í bæ um miðnætti og fylgst með Junkanoo (skrúðgöngu) sem hefst um miðnætti 25. desember og er aðalhátíðin, stendur til 2. janúar. Þarna mátti sjá ótrúlega fallega búninga og heyra frábæra tónlist að hætti eyjaskeggja, en á þessum mörg hundruð eyjum búa örlítið fleiri en á íslandi, samtals um 360.000 manns. Um áramótin 1999- 2000 sat ég því á ströndinni á Paradise Island í Nassau og horfði á öll skemmtiferðaskipin, sem voru í höfn, sigla út í röð og skjóta upp flugeldum um miðnætti. Það var stórkostlegt, ótrúlega flott. Allir eru vinir á ströndinni og heilsuðust vingjarnlega og óskuðu hver öðrum gleðilegs árs." Og hún endar með gullkorni: „Ég er til í fleiri ævintýri og reyni að lifa eftir því. Lifðu þau tækifæri sem þú færð, þú nýtur notaðra, lærir af misnotuðum og grætur ónotuð ... njóttu og lifðu lífinu lifandi. Gleðileg jól!"

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.