Ský - 01.10.2004, Qupperneq 37

Ský - 01.10.2004, Qupperneq 37
MARINÓ MÁR MAGNÚSSON, LÖGREGLUMAÐUR: Lögregluþjónar eru auðvitað alltaf á vakt, hafa ekki einu sinni verkfallsrétt, og því ekki erfitt að finna lögreglumann sem hefur unnið um jólin: „Þegar ég byrjaði í lögreglunni fannst mér þetta yfirleitt ekkert mál, jafnvel bara gaman," segir Marinó. „En núna, þegar ég er kominn með fjölskyldu, breytast hlutirnir. Stundum fáum við að mæta seinna eða fáum aðeins að skreppa heim meðan við erum á vakt en það er samt ekki það sama. Þá þarf maður samt að vera til taks, í búningnum og með talstöðina við höndina. Ég hef nú ekki fundið fyrir mikilli heimþrá þegar ég er á vaktinni á jólunum, en vissulega er hugurinn hjá fjölskyldunni á svona kvöldum." En hverjir lenda í því að þurfa að vinna um jólin? ,,Á þessum vinnustað eru sólarhringsvaktir allt árið og í öllum hópum er fólk á öllum aldri, svo það er ekki eins og þeir yngstu eða nýliðarnir lendi í því að vinna og þá skiptir engu hvort það eru jól eða aðrir hátíðisdagar. Oft býðurfólk sig fram til vinnu eða skiptir á vöktum, sérstaklega þeir sem eru ekki með börn. Þeir vilja þá lofa fjölskyldufólkinu frekar að vera heima. Yfirleitt reynir þó enginn að komast undan því að vinna." En hvernig skyldi stemningin vera í vinnunni? „Stemningin á jólunum er alltaf svolítið sérstök. Það er nú svo að þó að desembermánuði fylgi streita hjá flestum okkar virðist yfirleitt vera létt yfir mönnunum á vaktinni og stutt í brosið og góða andann. Svo er maturinn yfirleitt góður og alls konar kransæða-tertur í boði allan sólarhringinn. Sem betur fer er oftast minna að gera um jól heldur en aðra daga, en vissulega geta líka komið upp leiðinleg mál." INGA GUÐMUNDSDÓTTIR VINNUR í FRÍHÖFNINNI í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR: ,,Það er náttúrlega öðruvísi að vinna hér í fríhöfninni á jólunum en venjulega. Það er allt önnur stemmning; alls ekki alslæmt, þótt vissulega sé alltaf sé best að vera heima hjá ættingjum og vinum um hátíðirnar," segir Inga. „Við vinnum á vöktum og fólkið hér vinnur því annaðhvort um jól eða áramót. Þó getur komið fyrir að fólk þurfi að vinna bæði jól og áramót ef það koma upp veikindi eða annað óvænt." En eru einhverjir sem beinlínis óska eftir því að vinna á hátíðisdögum? ,,Það kemur sjaldan fyrir að einhver bjóði sig fram til vinnu á hátíðisdögum, en áður fyrr gerðist það reyndar að karlmennirnir buðu sig fram til að konurnar fengju að fara heim til að undirbúa jólamatinn." Og hvernig er stemningin í Fríhöfninni þegar jólin eru hringd inn? ,,Hún er með rólegra yfirbragði. Yfirleitt er reynt að komast af með færra starfsfólk en það ríkir mikil tilhlökkun og samkenndin er mikil meðal okkar. Einnig er alltaf jólamatur í mötuneytinu yfir hátíðarnar. Eg finn þó alltaf fyrir heimþrá þegar ég þarf að vinna ..." SKÝ 37 UNNSTEINN JÓNSSON, ÖRYGGISVÖRÐUR Á VOGI: Unnsteinn hefur unnið sem öryggisvörður á Vogi í tæp 25 ár. Þar af leiðandi vinnur hann alltaf annaðhvort um jól eða áramót enda ekki auðvelt að skipta um næturvaktir þar sem tveir menn skipta þeim með sér og þær halda fastri áætlun. Venjulega hittist það því þannig á að Unnsteinn hefur unnið þrenn til fern jól í röð, en í staðinn fengið frí jafnmörg jól á eftir. En hvernig finnst honum að vinna um jólin? „í dag þykir mér þetta ekki svo leiðinlegt, en þegar ég var með fjölskyldu var hugurinn heima við hjá konu og barni. Núna ersonur minn uppkominn og konan mín er látin, svo það er bara ágætt að vera í vinnunni á jólunum," segir Unnsteinn. En hvernig er stemningin á aðfangadagskvöld á Vogi? „Hér er yfirleitt rólegt og gott að vera, það er hátíðarmatur, matsalir starfsfólks og dvalarfólks eru samliggjandi svo það borða allir saman. Við reynum að gefa sem flestum frí á aðfangadagskvöld þannig að það er færra hjúkrunarfólk á vakt en aðra daga. Það er ekki hlustað á messu nema stundum á jóladag og við höfum ekki sjónvarp. Reyndar fær fólk að sjá áramótaskaupið á gamlárskvöld en það er eina undantekningin á árinu. Eftir kl. 17 á hverjum degi, þegar fastri dagskrá lýkur, má fólk spila ef það vill og sumir gera það yfir hátíðarnar, en kl. 20.30 er AA-fundur eins og alla aðra daga, á þvi er engin breyting. Á aðfangadag mega fjölskyldur dvalarfólksins einnig koma í heimsókn í tvær klukkustundir." Hvað með jólagjafir? ,,Jú, dvalargestir mega fá gjafir frá fjölskyldu og vinum en einnig fá allir smápakka frá Vogi. Ég opna mínar gjafir reyndar oft áður en ég mæti á vakt þar sem henni lýkur ekki fyrr en snemma daginn eftir." SifcArnarádáttir erjúlíham, m innm meá fienni hýr líka jólabam að fmn umhreyti&tíjálabam ímmar&kapi í hyrjun aðuentu ...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.