Ský - 01.10.2004, Side 42

Ský - 01.10.2004, Side 42
og gera ýmsa hluti sem ég hef ekki þorað áður, eins og að tala frammi fyrir hópi fólks. Ég lagði minni áherslur á hreyfinguna og breytt mataræði þegar ég kom hingað, en það breyttist heldur betur! Þetta námskeið skilaði mér miklu í hugsuninni um lífið framundan, að breyta lífsstílnum, borða hollari mat og hreyfa mig meira." S-IN ÞRJÚ - SÆTAR Á SJÖTUGSALDRI: SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, SÆUNN SIGURSVEINSDÓTTIR OG SÓLEY SIGURÐARDÓTTIR. Sæunn Sigursveinsdóttir var hressa konan í hópnum. Hún söng og dansaði, spjallaði við alla og það geislar af henni kátínan. Hún er 61 árs, vinnur á Hrafnistu í Hafnarfirði og á fjögur börn og níu barnabörn: „Ég er hértil þess að láta mér líða vel og þetta hefur verið mjög skapandi og gefandi. Að sumu leyti þurfti ég á meiri sjálfsstyrkingu að halda, opna mig meira og deila með öðrum. Ég lærði að vera glöð og var hlæjandi alla daga." Æskuvinkona Sæunnar og jafnaldri er Svanhildur Guðmundsdóttir sem starfar hjá sýslumanninum í Hafnarfirði, en þær vinkonur hafa nokkrum sinnum áður ferðast tvær saman: ,,Ég ákvað að sækja þetta námskeið því mér leist svo vel á að fá í einum pakka upplýsingar um hvernig maður getur bætt líf sitt með því að lifa heilbrigðu lífi og hreyfa sig. Svo finnst mér óskaplega gaman að velta fyrir mér aldrinum; hverju má búast við á næstu tíu árum. Ég hef verið í kvenfélagi og öðrum félögum og þurft að koma fram fyrir hópi og hafði því fengið prófraunina á það. Samkenndin hér milli þessara kvenna er dásamleg. Ég kom sjálfri mér kannski mest á óvart með því að geta sagt frá svolitlu sem tilheyrði mér persónulega fram að þeim tíma; nokkru sem ég hélt ég myndi alltaf halda fyrir mig." Aðalheiður Benediktsdóttir, gjaldkeri í íslandsbanka, er 54 ára móðir og kisumamma sem segist hafa lært að vera hún sjálf á þessu námskeiði: „Ég hafði aldrei farið ein til útlanda fyrr, en frá því ég heyrði fyrst af þessu námskeiði fannst mér ég verða að komast á það. Mér fannst merkileg upplifun að vera í prógrammi sem þessu, á stað þar sem ekkert truflar mann," segir hún. „Ahyggjur af daglegu amstri voru í bið og það er óvanalegt að hafa heila viku til að vinna í sjálfum sér og kynnast svona skemmtilegum konum." Sóley Sigurðardóttir er frá ísafirði, 63 ára, fjögurra barna móðir og á sjö barnabörn. „Það var snögg ákvörðun hjá mér að fara hingað, en svona hafði ég aldrei gert fyrr," segir hún og bendir á að hún sé aldursforsetinn í hópnum. „Mér fannst mjög skemmtilegt og gefandi að vera hér og ég er undrandi á hvað allar þessar ólíku konur náðu vel saman. Ég held ég fari að hugsa meira um mataræði, hreyfingu og um lífið og tilveruna almennt. Jú, ég er bara stolt af sjálfri mér að hafa farið þessa ferð. Maður verður að fara að heiman til að finna hvað það er gott að koma heim." Nú erum við allar komnar heim. Níutíu konur sem lögðu af stað í ferð í leit að innra öryggi, meira heilbrigði og breyttari lífsstíl. Það þarf enginn sem staddur var í Leifsstöð dagana sem við komum heim að spyrja hvort við hefðum lært eitthvað í mannlegum samskiptum og hvort við hefðum tengst vinaböndum á þessum sjö dögum á Spáni. Bjargey og Edda réttu okkur verkfærin. Okkar er að beita þeim á réttan hátt... cAnna ‘Krvstine- náði að kama &jálfri sér á áuart. 'tíwn fár í tikanusrækt ag- slákkti á far&ímanum... „ÁHYGGJUR AF DAGLEGU AMSTRI VORU I BIÐ,” SAGÐl AÐALHEIÐUR BENEDIKTSDÓTTIR. m Tl Nú fá allir punkta í Vildarklúbbi lcelandair hjá Olís sama hvort greitt er með korti eða peningum. Kynntu þér málið á næstu Olísstöð eða á www.olis.is. Olís - upphafið að góðri ferð.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.