Ský - 01.10.2004, Síða 43

Ský - 01.10.2004, Síða 43
FYRIR OG EFTIR 6. NÓVEMBER - 6. FEBRÚAR 2005 Fyrir og eftir er heiti á sýningu sem opnuð var í Ljósmyndasafni Reykjavíkuró. nóvember. Með þessum titli er verið að skírskota til útlits, fyrirmynda eða ímyndar manneskjunnar sem situr fyrir á Ijósmynd hjá Ijósmyndara. Frá upphafi Ijósmyndunar árið 1839 hefur verið leitast við að sýna manneskjuna sem fallegasta á hefðbundnum andlitsljósmyndum og tekið mið af tískustraumum hvers tíma. Tilgangurinn með sýningunni er að velta fyrir sér þeirri ímynd sem fólk skapar með Ijósmyndum, fyrirmyndum og fegurðinni - hvað telst fallegt. Samtímis verður ekki komist hjá þvíað Ijóstra upp „atvinnuleyndarmáli" Ijósmyndara og jafnframt svipta hulunni af andlitinu og sýna andlitsmyndir áður en Ijósmyndin er retússeruð eða fótosjoppuð og síðan eftir breytinguna. A sýningunni er jafnframt myndaröð þar sem sjá má þróun tískustrauma í töku andlitsmynda frá 1900 til dagsins í dag. Einnig verða sýndar baksviðsmyndir sem sýna fyrirsætur að störfum, þ.e. þegar verið er að mynda þær. I sýningarbæklingi er grein eftir Hermann Stefánsson bókmennta- fræðing og rithöfund þar sem hann setur fram ýmsar hugleiðingar um „Fyrir og eftir" en þar segir m.a.: „Hverju sætir þessi löngun til að fegra mynd okkar? Áður en ijósmyndin kom til sá portrettmálverkið um þetta, að sníða agnúana burt af andliti okkar, slétta úr hrukkunum, grenna módelið og stækka á því brjóstin. Hér mætti setja á mikið mál um hégóma og göfgun og svo mætti líka andmæla því jafnharðan, spyrja: Hver er ekki hégómlegur? Og benda á að fegurð - rétt eins og Ijótleiki - ristir ekki djúpt í hörundið." Ljósmyndasafn Reykjavíkur Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík Sími: 563-1790 Fax: 563-1799. Aðgangur ókeypis Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá kl. 10 - 16, Sýningar eru opnar kl. 12 - 19 virka daga, kl. 13-17 um helgar www.ljosmyndasafnreykjavikur.is photomuseum@reykjavik.is

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.