Ský - 01.10.2004, Page 46
MARTIN BENDA
SELUR „EINA MEÐ ÖLLU“ í PRAG!
OG VERÐUR VONANDI SENDIHERRA TÉKKLANDS Á ÍSLANDI í FRAMTÍÐINNI
Það er örugglega fátt sem gerir Islendinga stoltari en það að hitta útlending sem
talar málið okkar og elskar landið. Þannig líður einmitt mörgum sem hafa hitt
Martin Benda, 21 árs Tékka sem fékk svo mikinn áhuga á íslandi þegar hann var
unglingur, að hann innritaði sig í íslenskunám við Karlsháskóla í Prag. Á þeim fimm
árum sem liðin eru frá því Martin hóf að læra íslensku hefur hann ekki látið sitt eftir
liggja í að kynna landið okkar fyrir Tékkum. Hann er afkastamikill í Aðdáendaklúbbi
öfgafullra íslandsaðdáenda í Tékklandi og starfar sem sjálfboðaliði hjá Nordica Café
í Scandinavian house í miðborg Prag. Þar er meðal annars seld „íslensk pylsa með
öllu“ en Martin hefur gert fleira til að vekja athygli á Islandi. Hann hannaði til dæmis
T-boli með teikningum af útlínum íslands og Tékklands og selur þá til fjáröflunar fyrir
endurútgáfu bókar eftir Þórberg Þórðarson. Þá eru ótaldar allar þær greinar sem
Martin Benda hefur skrifað um Island í Norræn tíðindi, „Severské listy".
£jásmy.ndir 'Paael ‘tíarej&i
Hann heilsar mér á íslensku eins og gömlum vini og smellir
kossi á kinn. Heillar strax frá fyrstu mínútu og ég sé að það er
engum ofsögum sagt að þetta er elskulegur drengur. Svo er
hann húmorískur og byrjar á að gera létt grín að sjálfum sér og
íslandsáhuga sínum:
„Ég er meira að segja kallaður „mörgæsin" af vinum mínum í Prag!"
segir hann brosandi. Hann segir þeim það þó til málsbóta að þeir
viti vel að mörgæsir sé ekki að finna á íslandi, þeim finnist bara
fyndið hversu mikið hugur hans stefnir til Norður-Evrópu og geri
þess vegna smágrín að honum.
Martin getur ekki útskýrt hvers vegna hann hefur svo mikinn
áhuga á íslandi. Foreldrar hans eru bæði arkitektar og hann segir
flesta í sinni fjölskyldu vera tæknilega sinnaða - þangað til hann
og systir hans komu til sögunnar:
„Foreldrar mínir hefðu sennilega frekar viljað sjá mig læra
stærðfræði, en hún er ekki mín sterka hlið," segir hann. „Systir mín,
Hana, býr í New York en hún lærði „Internatinal Education" og
fræði Afríkuríkja. Hún hefur því áhuga á Afríku og ég á Islandi ...I
Ég fékk mikinn áhuga á sögu Norðurlandanna þegar ég var
sextán ára, en þó einkum sögu Islands og sá áhugi hefur verið
alveg stöðugur. Á þeim tíma þurfti ég að leggja drög að hvað ég
vildi læra i háskólanum, þannig að ég fór í Karlsháskóla og lærði
dönsku. íslenska er hins vegar aðeins kennd sem tómstundafag og
þar heldur um taumana mikill íslandsvinur, Helena Kadecková, vel
þekktur þýðandi í Tékklandi sem hefur þýtt margar íslenskar bækur
yfir á tékknesku. í Tékklandi hafa verið þýdd mörg bókmenntaverk
íslenskra rithöfunda. Þar er til dæmis að finna allt ritsafn Laxness
þannig að ég er ekki sá eini sem hefur áhuga á íslandiI Ég lærði fyrst
íslensku hjá Auði Loftsdóttur, sem var nemandi við Karlsháskóla í
Prag."
Hann segist telja áhuga Tékka á Norðurlöndunum stafa af því að
Tékkar séu mikið fyrir ósnortna náttúru: