Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 47
EIN MEÐ ÖLLU Á KAFFIHÚSI I PRAG! MARTIN NOTAR SS-SINNEP OG GUNNARS REMÚLAÐI
„Samfélag Tékka í Prag, sem hafa áhuga á Norðurlöndunum ,
„ Nordic Society"er mjög öflugt og hefur marga meðlimi og svo erum
við líka með „Club of lcelandic Fanatics", aðdáendaklúbb íslands,
sem var stofnaður af Jan Burían, sjónvarpsmanni og vísnasöngvara
og í honum eru í kringum tvö hundruð félagsmenn."
frá prag í vatnaskóg
Þegar heimasíða Martins er skoðuð kemur í Ijós að hann hefur
lesið fjöldann allan af íslenskum bókum sem þýddar hafa verið
yfir á tékknesku. Hann segir að útilokað sé að segja hvaða bók
sér finnist „best" eða „skemmtilegust" en viðurkennir þó að
íslandsklukkan höfði sterkt til sín:
„Eg hafði sérstaka unun af að lesa íslandsklukkuna eftir Halldór
Laxness og lifði mig inn í söguna. Mér fannst líka mikilsvert
hversu mikið er af sögulegum staðreyndum í bókinni, enda lá góð
heimildavinna að baki. Ég hef mjög gaman af fleiri bókum Laxness,
eins og Gerplu og Sjálfstæðu fólki. Ég hef lesið bækur eftir fleiri
íslenska rithöfunda, eins og Guðmund Kamban og Gunnar
Gunnarsson, og svo hef ég verið áskrifandi að lceland Review í
gegnum Netið."
Pegar ég bendi honum á að það sé sennilega leitun að jafnöldrum
hans á íslandi sem hafi lesið þessar bækur svarar hann að
bragði:
„Já, en það er eðlilegt að ég hafi lesið meira af íslenskum bókum en
islenskir jafnaldrar mínir. Svona grípa áhugamálin mann og ég hef
ekki lesið eins mikið eftirtékkneska rithöfunda! Ég var 16ára þegar
ég byrjaði í íslenskunáminu og las íslenskar bækur. Hins vegar
hafði ég aldrei komið til íslands svo ég sendi tölvupóst á nokkur
íslensk netföng sem ég fann, sagði frá sjálfum mér og áhuga
mínum á landinu og að mig langaði að fá vinnu á íslandi. Einhverra
hluta vegna sendi ég bókasafninu á Akureyri eitt bréf ...I Það bréf
skrifaði ég á lélegri íslensku, en kona ein á Akureyri svaraði mér og
benti mér á Ársæl í Vatnaskógi. Þar fékk ég vinnu sumarið 2002,
vann í Vatnaskógi í 20 daga og náði þá ágætis tökum á íslenskunni.
Það kom mér á óvart hversu auðvelt það reyndist mér að koma
í Vatnaskóg. Þaðan hélt ég til Reykjavíkur þar sem ég gisti hjá
Jóhönnu Þráinsdóttur, þýðanda, sem ég hafði hitt í Prag. í gegnum
Jóhönnu eignaðist ég góða vini sem ég er að heimsækja núna, en
þeir komu í heimsókn til mín í vor."
Þegar Martin kom hingað í sumar hafði hann verið á dönsku-
námskeiði í Roskilde og segir að sér finnist nokkuð erfitt að
skipta úr tékknesku yfir í dönsku og úr dönsku yfir í íslensku.
„Islenskan er erfiðari en danskan, þótt framburðurinn í dönsku
sé erfiðari. Landslagið er auðvitað gjörólíkt og Tékkum finnst
Danmörk smækkuð útgáfa af Þýskalandi, meðan náttúran á íslandi
og í Noregi heillar. Mér líkaði mjög vel í Danmörku og kunni vel
við fólkið."
OF MIKIL BANDARÍSK ÁHRIF
En kom honum eitthvað á óvart hér á landi?
,Ég vissi reyndar svo mikið um ísland áður en ég kom hingað fyrst,
að það var ekki margt sem kom á óvart. Það eina sem kannski