Ský - 01.10.2004, Qupperneq 49

Ský - 01.10.2004, Qupperneq 49
Það veit Martin af eigin reynslu í gegnum Klúbb aðdáenda íslands, þar sem eru í kringum 200 félagsmenn: "Við höldum árlegan íslandsdag í kringum þjóðhátíðardag ykkar og í desember í ár höldum við annan slíkan því þá verður endurútgefin bók Þórbergs Þórðarsonar, „Steinarnir tala". Jan Burían, þekktur rithöfundur og sjónvarpsmaður í Tékklandi, hefur oft vísað til þessarar bókar í greinum sínum og bókum og hún er því orðin vel þekkt ÍTékklandi. Hún kom út á fimmta áratugnum ÍTékkóslóvakíu °9 upplagið seldist strax upp. Við í aðdáendaklúbbnum söfnuðum peningum fyrir útgáfunni og ég hannaði T-boli með útlínum Islands og Tékklands, tengdi þau saman með + og svo = ást! Afrakstur sölunnar rann til útgáfu bókarinnar. Á síðasta íslandsdegi seldum við pylsur og leigðum sérstakt húsnæði, höfðum fyrirlestra °9 seldum pylsur með öllu og fiskisúpu sem Þórir Gunnarsson ræðismaður og eigandi veitingahússins Reykjavík gaf okkur, ásamt Peningum til að kaupa brauð og slíkt. Þetta mæltist mjög vel fyrir en við reynum jafnt og þétt að vekja áhuga á íslandi með sýningum, tónleikum og fleiru. Áhugi Tékka á fslandi er ekki aldursskiptur; f+'ér sýnist fólk á öllum aldri hafa áhuga á að kynnast landinu betur °g heimsækja það og það er mikil hrifning á landinu hjá þeim sem þegar hafa komið hingað. Björk er sívinsæl í Tékklandi, en þar er l'ka mikil hrifning á hljómsveitunum Sigur Rós og Múm, sem ég hafði þann heiður að hitta þegar þeir voru með tónleika í Prag og e9 fór meira að segja með þeim á bar eftir tónleikana!" LAX OG LÝSI í FERÐATÖSKUNNI Húsmóðurhjartað tekur aukakippi við hrósið sem Martin gefur ýsunni í ORA humarsúpunni. Hann segir að sér finnist allur íslenskur matur góður - nema svið!: „Ég hef reyndar aldrei prófað svið, en bara tilhugsunin um að borða höfuð af kindum ... og augun ... nei takk! Mér finnst íslenskt lambakjöt mjög gott og yfirleitt allur matur sem ég hef smakkað hér." Og það fer hlýr straumur um húsmóðurhjartað þegar þessi ungi maður stendur upp frá borðum, þakkar innilega fyrir matinn á íslensku og hefst handa við að bera fram af borðinu. Er þetta algengt ÍTékklandi? „Já og ég verð hissa þegar ég sé ungt fólk þakka fyrir matinn og setjast fyrir framan sjónvarpið!" segir hann brosandi. „1 Tékklandi vinna börn ekki eins mikið og þau gera á íslandi. Við dveljum lengur hjá fjölskyldum okkar, og þess vegna hjálpum við meira til við húsverkin. Ég elda til dæmis mikið, en það er ekki vegna þess að ég VERÐI, heldur líkar mér það vel." Viðtalið fer fram bæði á ensku og íslensku. Það vekur athygli mína hversu fágaða ensku þessi ungi maður talar en enn meiri athygli vekur kannski að hann talar dönsku eins og Dani og það verður ágætis hláturskast þegar við uppgötvum að við höfum notað dönskuslettu í viðtalinu:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.