Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 54

Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 54
BOURBON STREET í NEW ORLEANS Maður sogast inn á götuna eins og inn í stóran svelg. Engin venjuleg lögmál stjórna manni lengur. Maður er skyndilega á valdi einhvers óútskýranlegs máttar sem gerður er úr mörgum öflum og þyrlar manni upp eins og fisii Tónlistin er úr öllum áttum og einnig fólkið sem smýgur þétt hvert framhjá öðru, stundum harkalega. Straumar og stefnur veitingahúsa og klúbba eru af öllum gerðum. Maður verður engum háður og til í allt. Stórhættulegt fyrir áhrifagjarna konu eins og mig. Ólýsanlega fagur tónn úr sópransaxófón berst frá litlum stað og lokkar mig og vinkonu mína inn. Sá tónn fylgir mér síðan. Þvílíkur listamaður, blakkur og fagur. Alinn upp við rætur Louis Armstrongs og gefur honum ekkert eftir. Hann sleppir lúðrunum og hefur upp sína ótrúlegu rödd sem opnar hjarta mitt og tárakirtla á hraða Ijóssins og ég er varnarlaus. Engin nema María Callas hefur leyfi til að fara svona með mig! Betra gat það ekki orðið fyrir unglinginn sem kom heim með frumburðinn sinn aðeins 17 ára gömul. Nóg af öllu og allir velkomnir á Hringbraut 57. MARIA HILFERSTRASSE, VÍNARBORG Það tók heilan dag að sikk-sakka götuna á enda frá Westbahnhof lestarstöðinni að hringnum sem liggur svo haglega utan um miðborgina. Búðirnar svo „glamorus" að ég hafði aldrei verið vitni að þvílíkri stemningu þrátt fyrir frábærar Þorláksmessuminningar á Laugaveginum. Sigríður Ella söngkona sagði við mig áður en ég fór til Vínar: „Mundu svo Magga mín, að þjónustan við þig fer eftir klæðnaði þínum og framkomu!" Það var því engin sveitakona sem leið eftir einni lengstu verslunargötu Evrópu þennan jólamánuð árið 1976. Ég var eins og uppstríluð fertug kona og ávörpuð "Gnadige Frau" í hverri versluninni eftir aðra. Nærföt hjá Gazelle, skór hjá Stiefelkönig, konfekt í litlu kondi- toríunum, Melange-kaffisopi og Strudel-terta á Aida-kaffihúsinu og loks kvöldverður á Wienerwald (sá smekkur átti eftir að breytast). Ljósadýrð, jólaglögg, götutónlistin og marglitt fólkið átti svo vel við mig að ég fékk heimþrá. Elskuleg búðarkona hjá Quelle fann sárt til með mér þegar hún var að Ijúka við að pakka inn litla bláröndótta sloppnum sem ætlaður var þriggja ára syni mínum á íslandi og hafði verið aðskilinn frá mér í þrjá mánuði. "Alles in Ordnung, gnadige Frau?" spurði hún blíðlega, ég kinkaði kolli og þáði litla jólagjöf í kveðjuskyni. Iðandi gatan tók á móti mér í rökkrinu, líðandi sporvagnarnir juku á stemninguna, eins og glæsileg og framandi gatan, en ! huganum var ég komin heim á Frón með alla pakkana undir jólatréð. Örlítil kveðja frá Vínarborg gladdi fjölskylduna á Hringbrautinni þessi jól. ÓLA PÁLS KRISTJÁNSSONAR... m Tl Nú fá allir punkta í Vildarklúbbi lcelandair hjá Olís sama hvort greitt er með korti eða peningum. Kynntu þér málið á næstu Olísstöð eða á www.olis.is. Olís - upphafið að góðri ferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.