Ský - 01.10.2004, Side 57

Ský - 01.10.2004, Side 57
I Þetta er það besta við svona ferðalög, maður sér hvernig fólkið býr. Dimitr spurði hvort við vildum sjá bæinn í fylgd hans. Við þáðum það, en ætluðum svo aldrei að losna við hann því hann vildi sýna okkur allt sem var að sjá! „Spyrjið mig um hvað sem þið viljið, ekki málið!" sagði hann galvaskur. Vandamálið var bara það að hann vissi eiginlega ekki neitt, ekki einu sinni hve margir bjuggu þarna eða að þarna væru 365 kirkjur, en fyrir það er Ohrid bærinn einmitt þekktur. SVEITTIR, KEÐJUREYKJANDI KARLMENN Þótt það hefði farið afar vel um okkur í Ohrid var okkur ekki til setunnar boðið. Við áttum eftir að heimsækja nokkur lönd. Næst lá leiðin í gegnum Albaníu og þaðan til Svartfjallalands. Munurinn á landamærum þessara landa og annars staðar í Evrópu er reyndar sá að það eru yfirleitt engar samgöngur yfir landamærin. Maður kemst að þeim með rútu, en síðan verður maður að ganga eða taka leigubíla þangað til næsta rúta tekur við manni. Við hittum veraldarvana Ástrala á leiðinni, þeir voru með bakpoka eins og flestir sem leggjast í slík ferðalög og þeir hlógu mjög mikið að okkur með flugfreyjutöskurnar. Við tókum bíl með þeim í næsta bæ, bílstjórinn fór með okkur á einhvern veg og beið með okkur þangað til níu manna „minibus" kom keyrandi. Þegar maður skilur ekki orð af því sem er sagt vonar maður bara að fólk sé ekki að gabba mann. Við fórum því í bílinn og vonuðum að hann færi með okkur til höfuðborgarinnar Tirana. Miðað við landakortið virkaði þessi leið ekki svo löng. Ég gerði bara ekki ráð fyrir hlykkjóttum fjallvegum sem voru langt frá því að vera beinir. Nokkrir sveittir, keðjureykjandi karlar, 35 stiga hiti, mikill raki og albönsk þjóðlagatónlist gerðu það að verkum að ferðin virtist aldrei ætla að enda. Þegar við komum loksins til Tirana vissum við auðvitað ekkert hvar við vorum og áttavitinn ég var alveg út úr kortinu. Við reyndum að stoppa fólk úti á götu en enginn vildi hjálpa okkur. Við prófuðum meira að segja að stoppa ungar stelpur, en þær virtu okkur ekki viðlits. Næsta ráð var að prófa að stoppa eldri hjón til þess eins að reyna að átta okkur á hvað sneri upp og hvað niður á blessaða kortinu en konan talaði enga ensku. Benti okkur á að koma með sér og skildi eiginmanninn eftir. Við bjuggumst við að hún færi með okkur út á enda götunnar og benti okkur í rétta átt, en hún strunsaði af stað svo við áttum bágt með að halda jafnvægi á flugfreyjutöskunum. Eftir um það bil fimmtán mínútna gang skildi hún okkur eftir á lítilli ferðaskrifstofu og kvaddi. Við höfðum hugsað okkur að fara bara beint til Svartfjallalands en komumst að því að engar rútur voru á leiðinni þangað þennan dag. Við urðum því að gista í Tirana. Daginn eftir tók önnur álíka ferð við þangað til við komumst til Budva sem mætti kalla Benidorm Svartfjallalands, með hávær diskótek og troðið af sólardýrkendum. HVAR?Á HVAR Króatía var næsta land sem við heimsóttum og nú lá leiðin eftir fallegri strandlengju. Fyrsta stopp Dubrovnik. Ótrúlega fallegur og skemmtilegur bær en hér sáum við í fyrsta skipti hópa af ferðamönnum síðan við lögðum sjálfar af stað. Japanir og Ameríkanar með myndavélar á maganum. Gamall bær, þröngar götur, allt glansaði af hreinlæti. Hér leið manni í raun eins og maður væri kominn aftur til Vestur-Evrópu, veitingastaðir út um allt sem flestir virtust hafa sömu matseðlana. Eftir nokkuð stranga ferðadagskrá var yndislegt að setjast niður á jazzbar með kokkteil. Veðrið var frábært og heitt úti langt fram eftir kvöldi. Allt saman mjög afslappandi og mér leið ótrúlega vel þrátt fyrir átta moskítóbit sem komu í Ijós þegar gengið var til náða. Fyrsta loftkælda rútan í ferðinni keyrði okkur til Split sem er í miðri Króatíu, þaðan kíktum við til eyjarinnar Hvar í dagsferð. Héðan var upplagt að senda póstkort og spyrja alla HVAR þeir haldi að maður sé niðurkominn! Þar er fallegt eins og víðast hvar í þessu landi, klettóttar strendur, túrkisblár sjór og við skelltum okkur í sólbað. Einhverjum datt í hug að aflýsa ferðinni sem við ætluðum með til baka og bara fyrir hundaheppni komumst við um borð í annað skip hinum megin á eyjunni og rétt náðum næturrútunni okkartil Sarajevo sem var næsti viðkomustaður. Fólkið í Króatíu sagði okkur að vera ekkert að fara þangað. Reyndar sögðu flestir okkur að vera ekkert að fara neitt annað því flestir sem við töluðum við voru sannfærðir um að þeirra land eða borg sé sú besta og ekkert annað sé þess virði að heimsækja. Sem betur fer hlustuðum við ekki á þetta því Sarajevo kom okkur skemmtilega á óvart þótt sagan sé sorgleg. Skemmtilegar antík- og handverksbúðir um allt, fólkið vinalegt og mjög róleg stemmning, enda sunnudagur. Við höfðum því miður ekki tíma til að stoppa hér lengi, en skoðuðum miðbæinn, fórum á tehús og keyptum útskorin sprengjuhylki sem hafði verið breytt í minjagripi. Við sáum ekki stærsta kirkjugarðinn í borginni en nálægt miðbænum eru fjöldamargar grafir í hlíð sem er að sjá álíka stór og Öskjuhlíð og þar voru legsteinar svo langt sem augað eygði. Ótrúlega sorglegt og allir grafnir á nokkurra ára tímabili. Síðasti viðkomustaður okkar var í Piran í Slóveníu. Lítill gamall bær þar sem göturnar eru svo þröngar að það er ekki hægt að fara með bíla nema hálfa leið inn í hann. Þar var gott að slaka á eftir nokkurt ferðalag. Sáum ótrúlegar eldingar, fórum í sólbað og út að borða. Þannig eiga einmitt frí að vera, það er nefnilega ekkert frí að ferðast um fyrrverandi Júgóslavíu með flugfreyjutösku! j SKÝ í 57 Sifi cAmarádáttir fer ekkl troJnar á/ódii', fmai'kv <sem ferðamaður né afimeliskam.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.