Ský - 01.10.2004, Síða 59

Ský - 01.10.2004, Síða 59
Icelandaúp hótelln: FULLKOMIN FYRIR FRÍ OG FUNDI Það færist sífellt í vöxt að starfsmenn fyrirtækja velji að halda jólagleði, árshátíð og aðra skemmtan utan borgarmarkanna, enda fátt betra til að efla starfsandann en dvelja fjarri daglegu amstri og fjarri þeim stað sem minnir á daglega hluti. Icelandair hótelin eru glæsileg hótel, sem bjóða upp á frábæra aðstöðu, hvort heldur í því sem fyrr var nefnt eða þegar halda skal fundi og ráðstefnur. Innlendir og erlendir ferðamenn, sem og athafnamenn, þekkja líka vel til lcelandair hótelanna f Reykjavík, Hótels Loftleiða og Nordica Hotels, þar sem starfsfólk gerir allt til að uppfylla óskir gesta og aðbúnaður allur eins og best getur orðið ... VIÐ FLUGVÖLLINN ... Þegar Reykjavík er heimsótt vilja margir halda í sínar daglegu þarfir eins og gönguferðir. Þá er Hótel Loftleiðir kjörinn staður því stutt er í göngu- og útsýnisferðir í Oskjuhlíð, þar sem fólk á von á að hitta kanínur innan um gróðurinn, og góð og rómantísk gönguferð liggur líka niður að ylströndinni í Nauthólsvík. Þeir sem kjósa að verja degi í gamla miðbænum njóta þess svo að fá frían akstur frá hótelinu með svokallaðri „shuttle service" eða „miðbæjarskutlu". En fólk heimsækir ekki aðeins Hótel Loftleiðir sér til hvíldar og hressingar. Þar er fjöldinn allur af ráðstefnum og fundum haldnir árlega, enda býður hótelið upp á hvorki færri né fleiri en fjórtán veislu- og fundarsali og eru þeir síðarnefndu búnir fullkomnum tækjabúnaði á alþjóðamælikvarða. Slíkir salir eru ekki eingöngu ætlaðir stórum hópum því þeir eru misstórir og rúma allt frá 8 upp í 430 manns. Færri vita sjálfsagt að á hótelinu er líka að finna rúmgóðan kvikmyndasal sem tekur allt að 110 manns í sæti. Sundlaugin á Hótel Loftleiðum er enn á sínum stað; yndislegur staður fyrir gesti til þess að slaka á og hvíla hugann og þar er að sjálfsögðu líka að finna heitan pott. Frítt er í sund fyrir hótelgesti. MEÐ ÚTSÝNI TIL ESJUNNAR ... Einhverja fullkomnustu ráðstefnuaðstöðu landsins og þótt víðar væri leitað er að finna á Nordica Hotel við Suðurlandsbraut. Þar eru ellefu salir, ætlaðirtil funda og ráðstefnuhalds, og eru þeir allir búnir því nýjasta sem finna má í tækni. Þar er líka glæsilegur veislusalur þar sem hægt er að halda upp í 600 manna veislu. Margir kjósa gjarnan að slaka vel á að loknum fundi eða ráðstefnu og þá þarf ekki að leita langt. Á hótelinu er NordicaSpa, sem veitir fyrsta flokks þjónustu í þægilegu og afslöppuðu andrúmslofti. Þar eru heitir pottar, gufuböð og sauna, gestum til þæginda og slökunar, að ógleymdu herðanuddinu sem þjálfað fólk annast meðan gestir lygna aftur augunum í heitum pottum og láta þreytuna líða úr sér. Að loknu slíku dekri er ákjósanlegt að þurfa ekki að ana út í leit að matsölustað. Afar góðan slíkan stað, veitingastaðinn Vox, er að finna á Nordica hótelinu, en þar býður yfirmatreiðslumeistarinn Hákon Már Örvarsson og hans fólk upp á klassíska, evrópska matargerð. Enginn aukvisi þar á ferð þvi Hákon Már vann til bronsverðlauna í Bocuse d'Or matreiðslukeppninni í Frakklandi. Því má bæta við að líkt og á Hótel Loftleiðum býðst gestum ókeypis far með „miðbæjarskutlu"... SKÝ 59 AUSTUR FYRIR FJALL ... En ferðumst nú örlítið út fyrir höfuðborgina. Á Flúðum er að finna lcelandair hótel, Hótel Flúðir, sem hefur marga kosti þegar velja skal stað utan borgarmarkanna. Þar gefast ótal tækifæri til að njóta náttúrunnar - og ekki þarf að fara nema örfá skref til að kaupa Flúðagrænmetið margfræga eða bregða sér í sund. Hótel Flúðir er kjörinn staður til að gista á þegar fólk vill skoða sig um á þessu fallega hverasvæði og skoða markverða staði eins og Gullfoss og Geysi, Skálholt og Þjórsárdal - svo ekki sé minnst á sjálfa Heklu. Það hótel, eins og önnur lcelandair hótel er vel fallið til fundahalda, sem henta einkar vel minni hópum en í stuttri göngufjarlægð er einnig hægt að halda stærri fundi. Hótel Rangáersjarmerandihótel íbjálkahúsastíl.aðeinsírúmlega klukkustundarakstursfjarlægð frá Reykjavík. Þar eru afar smekklega útbúin herbergi, 27 talsins. Glæsilegur bar og móttaka er á hótelinu og í veitingasalnum er hægt að fá rétti sem þykja á heimsmælikvarða. Á Hótel Rangá eru tveir fundarsalir og þvi hentar hótelið sérstaklega vel fyrir minni hópa og hvataferðarhópa. Þar er ávallt eitthvað spennandi í boði fyrir hópa og getur hótelið verið fólki innan handar við skipulagningu dagskrár, sem getur samanstaðið af jafnólíkum hugðarefnum og vínsmökkun, hestaferðum eða fjórhjólatúrum. Hvað er ævintýralegra en njóta kvöldkyrrðar á slíku hóteli og horfa á norðurljósin? í fallegri náttúrunni á Kirkjubæjarklaustri er að finna Hótel Klaustur, þar sem tilvalið er að halda einkasamkvæmi og/eða fundi. Hótel Klaustur er ekkert smáhótel heldur er þar að finna 57 herbergi og sali, sem henta vel fyrir veisluhöld og/eða fundi. Hlýlegur veitingasalur hótelsins getur tekið á móti 150 gestum til sitjandi borðhalds, en auk þess eru smærri salir í hótelinu sem hægt er að fá afnot af. STUTT í UTANLANDSFLUGIÐ Það er svolítið sérstök tilfinning að vera staddur á brúnni milli Bandaríkjanna og Evrópu, en það er heitið sem Keflavík hefur hlotið. Margír kjósa að vera í námunda við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar fara þarf í flug snemma morguns og því eðlilegt að sífellt fleiri kjósi að gista á Flughótelinu í Keflavík.. Fólk leyfir sér þá að kúra örlítið lengur en ella, borða góðan morgunverð í vistlegum salarkynnum og eiga stutta ferð fyrir höndum á flugvöllinn. En Flughótelið hefur líka reynst vinsælt fyrir fundi. Þar eru þrír fundarsalir, sá stærsti hentar allt að sextíu manns, en hinir minni eru fyrir fimmtán eða 32. Þetta er því kjörinn fundarstaður; stutt að heimsækja Bláa lónið og skoða hinn gríðarfallega Reykjanesskaga. Að kvöldi er svo haagt að borða góðan mat og skella sér í heitan pott. Þetta er tilvalinn staður fyrir fundi með útlendingum, sem njóta þess að heimsækja lítið „þorp" og upplifa eitthvað einstakt, eins og hvalaskoðun eða heimsækja víkingaskipið Islending. STÆKKUN HÓTEL HÉRAÐS Nýjustu fréttimar hjá lcelandair hótelunum eru viðbæturnar sem gerðar voru á Hótel Héraði. Þótt ungt sé að árum, aðeins sex ára, stækkaði það og efldist margfalt í sumar og haust þegartekin var í notkun ný viðbygging hótelsins. Þá bættust við 24 herbergi, þannig að nú býður hótelið upp á 60 hótelherbergi. Auk þessarar stækkunar hótelsins var á jarðhæðinni opnaður nýr fundar- og ráðstefnusalur í haust þar sem 120 manns geta setið fundi í einu. Hótel Hérað er einstaklega fallega hannað hótel og þar er virkilega vandað til verka í einu og öllu. Gæðahótel á heimsmælikvarða er ekki orðum aukið ...

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.