Ský - 01.10.2004, Side 60

Ský - 01.10.2004, Side 60
ALEXANDER MCQUEEN - ENFANT TERRIBLE? Stórkostlegur kjóll Bjarkar í myndbandi hennar við lagið „Who is it“, af plötunni Medúllu, hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum. Kjóllinn er svo þakinn bjöllum að varla er hægt að tala um „kjól“; öllu heldur búning. Bjöllukórinn, sem er einnig í myndbandínu, er í búningum þöktum bjöllum og allt þetta gerir myndbandið hið glæsilegasta þótt það sé tekið upp á frekar látlausum stað. Eftir að myndbandið fór í spilun er „bjöllukjóllinn“ þegar orðinn umtalaður og þó maður segi bara þetta eina orð, þá vita allir hvað maður á við! Það er nokkuð magnað ... Heiðurinn af kjólnum á breski hönnuðurinn Alexander McQueen en hann þykir með þeim fremstu og framsæknustu í tískuheiminum í dag. Það er því ekki úr vegi að forvitnast meira um þennan hönnuð. VALINN BESTI HÖNNUÐURINN FJÓRUM SINNUM Alexander McQueen er yngstur sex systkina, fæddur í London árið 1969. Hann var skírður Lee McQueen en breytti fyrra nafni sínu í Alexander þegar hann fór að hasla sér völl í tískuheiminum. Hann er sonur leigubílstjóra og var sendur í drengjaskóla þar sem hann eyddi mestum tíma sínum í að teikna föt og kjóla svo það var snemma Ijóst hvert stefndi. Foreldrar hans hvöttu hann þó til að læra eitthvað „venjulegt" og vinna „eðlilega" vinnu. Það er nokkuð dæmigert fyrir McQueen að hann skellti skollaeyrum við því; lauk skyldunámi 16 ára gamall og eftir að hafa lagt inn umsókn var honum strax boðin lærlingsstaða við búningagerð og sem aðstoðarmaður hjá virtum klæðskerum í London. Næst tók við vinna við leikbúningahönnun, allt frá fatnaði sem átti við á 16. öld til dagsins í dag. Aðeins tvítugur að aldri var hann ráðinn til hönnuðarins Koji Tatsuno og ári síðar var búið að ráða hann sem aðstoðarfatahönnuð til Romeo Gigli í Mílanó. Árið 1994 kom hann aftur heim til Bretlands og fór í nám við hinn virta St. Martins skóla í London, þótt hann hefði ekki tilskilda menntun til að eiga þar inni. Eftir að hafa litið á möppuna hans og séð hvað í honum bjó ákvað inntökunefndin að hleypa honum að og sér eflaust ekki eftir því í dag. Sem dæmi um hæfileika hans má nefna að lokaverkefnið hans var keypt, eins og það lagði sig, af hinum virta stílista Isabellu Blow en hún er sögð vera sú sem átti tillöguna að því að hann breytti nafni sínu í Alexander. Árið 1996 var hann valinn aðalhönnuður Givenchy-fyrirtækisins og þar starfaði hann fram til ársins 2001. „BÍLSLYS" OG BRETADROTTNING Það sem þykir einkenna hönnun McQueens og sýningar hans er tilfinningahitinn sem liggur að baki verkunum og viss „hráleiki" sem aðrir hönnuðir hafa ekki náð að beisla jafn vel og hann. Honum tekst á einstakan hátt að koma þversögnum á framfæri í fatnaði, blanda saman hefðbundnum fötum eða sniði við eitthvað nútímalegt og hrátt. Breska pressan hefur kallað hann „enfant terrible" eða hræðilega barnið, þar sem enginn veit upp á hverju hann tekur næst. Margar sýningar hans hafa þótt mjög eldfimar, til dæmis haustsýningin 1998 þar sem hann setti á svið hálfgert bílslys og fyrirsæturnar voru meðal annars með staurfót. Helstu búðir McQueens eru í London, New York og Mílanó en annars er hægt að finna hönnun hans í ölium helstu tískuborgum heims og eftir að Gucci-veldið keypti 51% í fyrirtækinu vex því ásmegin. Nú er hann einnig farinn að hanna gleraugu og einbeita sér meira að herrafatnaði. McQueen er einn yngsti fatahönnuður sem hefur verið valinn besti fatahönnuður Bretlands og þann titil vann hann ekki einu sinni heldur fjórum sinnum! Ekki nóg með það, hann var einnig valinn besti alþjóðlegi hönnuðurinn af Samtökum fatahönnuða í Bandaríkjunum í fyrra og sama ár var hann heiðraður af Bretadrottningu með svokallaðri CBE-orðu en hún er veitt þeim sem þykja vera Bretlandi til sóma á alþjóðavettvangi. BJÖRKí ÓPERU? Eins og iðulega er með fatahönnuði kynnast þeir stjörnunum náið og McQueen er í miklu uppáhaldi hjá Kate Winslet. Kjóllinn sem hún klæddist við Óskarsverðlaunahátíðina árið sem hún var tilnefnd sem besta leikkona fyrir Titanic var hannaður af McQueen og einnig sérhannaði hann brúðarkjól Winslet þegar hún gifti sig. Sjálfur er McQueen frátekinn; hann giftist kærastanum sínum, George Forsyth, á snekkju við Ibiza árið 2000 og var Kate Moss ofurfyrirsæta brúðarmærvið þá athöfn. ( áhugaverðu viðtali við McQueen hjá Show-Studio gafst mörgum stjörnum og blaðamönnum tækifæri til að spyrja hann spurninga sem hann svarar oft stuttur í spuna en tekst samt að vera hreinskilinn og einlægur. Ein þeirra sem leggur til spurningu er Björk Guðmundsdóttir og hún spyr hvort hann myndi hanna búninga fyrir óperur. Hans svar var: „Nei, ekki nema þú værir í henni, þá myndi ég vilja gera búning á þig fyrir Madame Butterfly og láta hana gerast á tunglinu." Því er ekki að neita að íslenska hjartað í blaðamanninum tók kipp af stolti. Síðar í sama viðtali sést kaldhæðna hliðin á McQueen þar sem hann er spurður hvernig hann myndi gera nýja ímynd fyrir Michael Jackson og svarið er: „Klæða hann í nasistabúning." Kannski er ekki skrítið að hann sé yfirleitt kallaður óþekki strákurinn í tískuheiminum, en þar sem hann virðist koma hreint fram, nokkuð sem er óalgengt í tískubransanum, hvort sem hann kemur vel eða illa út, OG hrósar Björk okkar, þá er því ekki að neita að það verður áhugavert að sjá hvað þessi hæfileikamikli og ófyrirsjáanlegi hönnuður tekur sér næst fyrir hendur. Höfum augun og hugann opin og víðsýnina í fimmta gír. Annars gætum við misst af einhverju! íízellw fer útrá&fyrú' áÉugrr sintv á> tí&kio ag- firem&kilnir fólkimeð þvíað ranmakaþað í kjálinn ag-taka-út það ákkigamerða&tafyrir le&endur Skýja

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.