Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Blaðsíða 17
MANNFJÖLDINN
Inngangur
Reykvíkingar eru nú fleiri en nokkru sinni, og var tala þeirra 86.092
hinn 1. desember 1982.
Borgarbúum fjölgaði um tæplega 1500 árið 1982. Flestir urðu Reykvík-
ingar áður árið 1975, en fólksfjöldinn breyttist ekki ýkja mikið á
tímabilinu 1972-1981. Það var breyting frá áratugunum þar á undan,
er borgarbúum fjölgaði frá ári til árs.
Breytingar á íbúatölunni eiga rætur að rekja til fæðinga, dauðsfalla
og fólksflutninga. Fólksfjölgunina nú má einkum rekja til fólksflutn-
inga. Á árunum 1981 og 1982 fluttu fleiri til borgarinnar, en úr
henni. Þessu var gagnstætt farið mörg undangengin ár. Árið 1982
fluttu tæplega 900 fleiri utan af landi og frá útlöndum til borgar-
innar, en þaðan fluttu út á land, eða til útlanda. Hins vegar fluttu
330 fleiri frá borginni til grannsveitarfélaganna en frá þeim til
borgarinnar.
Flest bendir nú til þess, að fremur sé að vænta fjölgunar en fækkunar
í Reykjavík og á höfuðborgarsvæði fram til ársins 1985.
Tölur yfir mannfjöldann eru að venju fengnar úr Þjóðskrá Hagstofu
íslands. íbúaskrár Þjóðskrárinnar eru endurnýjaðar árlega miðað við
1. desember.
Svokallaðar bráðabirgðatölur yfir mannfjöldann liggja fyrir í byrjun
janúar ár hvert. Upplýsingar, sem hér eru birtar um samsetningu mann-
fjöldans, eru unnar úr bráðabirgðatölunum.
Endanlegar tölur um mannfjöldann eru síðan birtar í júní. Þær eru frá-
brugðnar bráðabirgðatölunum að því leiti, að sveitarstjórnir hafa í
millitíðinni sent til Hagstofunnar upplýsingar um vantalið og oftalið
fólk í sveitarfélögunum. Þá hafa þeir, sem voru óstaðsettir í upp-
haflegu skránni, verið skráðir í tilgreindu sveitarfélagi. Börn, fædd
í nóvember eru ekki talin með í bráðabirgðatölunum hinn 1. desember, en
hafa bæst í hópinn, er endanlegar tölur eru birtar í júní.
Mannfjöldakaflinn er með hefðbundnu sniði, en athygli skal vakin á því,
að niðurstöðutölur í þessum kafla um íbúafjölda í einstökum hverfum ber
ekki saman í öllum tilvikum. Þetta á rætur að rekja til ólíkra aðferða
við talningu. Yfirleitt er talið eftir götum, en töflur um fjölskyldu-
stærðir eru miðaðar við staðgreini.