Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Blaðsíða 64
48
Jaðarurð
Jökulár
myndanir
Einfölduð mynd af setmyndun skriðjökuls.
Setmyndanir sem verða til vegna framburðar í jökulám eru t.d. jökuláraurar
(sandar), malarásar og jaðarhjallar. Slíkt set er oftast skolað, mismikið
að vísu, og jafnan ágætt byggingarefni.
Auk jökulársetsins myndaðist jökulruðningur. 'k höfuðborgarsvæðinu ber mest
á botnurð og endagörðum. Botnurð er t.d. austan í mör^um holtum í
Reykjavík, en endagarðar t.d. fyrir botni Grafarvogs og á Alftanesi. í
jökulruðningi ægir venjulega saman öllum kornastærðum, frá leir til
stórgrýtis. í jökulruðningi á höfuðborgarsvæðinu er jafnan mikið af silti
og leir, en ]?að efni er viðkvæmt fyrir frosti og lélegt byggingarefni. Þó
er hann stundum notaður t.d. £ vegfyllingar og í stíflukjarna. Neðan hæstu
fjörumarka (43-55 m.y.s.) er jökulruðningurinn skolaður, J>.e. sjór hefur
skolað hluta af fínasta efninu úr honum.
Fyllingarefni og steypuefni, sem hefur verið notað á höfuðborgarsvæðinu á
undanförnum árum, hefur einkum verið unnið úr fornum óseyrum. Mjög hefur
gengið á sumar námurnar, sem nýttar eru og hefur Jví orðið að leita á ný
mið á allra síðustu árum. Miklu magni af sandi og möl er til að mynda dælt
upp af sjávarbotni, svo sem áður er getið, eða 700 Jús. rúmm. á árinu 1982.
Slíkt efni hefur verið notað í steypu, bundin slitlög, við undirbyggingu
gatna og í fyllingar.
Líklegast á malar- og sandnám enn eftir að aukast. Efni er t.d. unnið úr
áreyrum Leivogsár og Köldukvíslar. í áreyrarseti eru alloft moldarlög á
milli malar- og sandlaga, sem spilla notagildi efnisins verulega.
Skriðuefni getur verið nothæft og hefur verið notað t.d. í fyllingar, en
skriðuefnið er oft leir- og siltkennt og J>ví frostnæmt. Fjöruefni er oft
hið ákjósanlegasta byggingarefni, en fjörumyndanir eins og marbakkar,
malarkambar, grandar og rif eru úr möl og sandi að verulegu leyti. Magn
fjöruefnis á höfuðborgarsvæðinu er ójekkt og nýtingarmöguleikar sömuleiðis.