Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Blaðsíða 241
225
VIII. KAFLI
Rekstur og kostnaður
26. gr.
Ríkið kernur á fót stofnunum skv. 2.-13. tl. 7. gr.
Sveitarfélög útvega rými fyrir fatlaða á dagvistarstofnunum fyrir börn skv.
1. tl. 7. gr. og koma á fót sérdeildum og fer um þann stofnkostnað í sam-
ræmi við lög nr. 112/1976.
Ríkissjóður greiðir að fullu stofnkostnað samkvæmt 7. gr., 5., 6., 7., 8.,
12. og 13. tl.
Ríkissjóður greiðir 85% og sveitarfélög 15% stofnkostnaðar samkvæmt 2.,3.,
4., 9., 10., 11. og 14. tl. 7. gr.
Tryggja skal fötluðum ókeypis vist á þeim stofnunum, sem um getur í 7. gr.,
sbr. þó 28. gr.
Kostnaður samkvsant 9. og 10. gr. greiðist úr ríkissjóði.
27. gr.
Ef félög koma á fót stofnunum samkvsant 7. gr., 3.-10. tl. og 12.-14. tl. er
heimilt að veita fé úr Framkvæmdasjóði fatlaðra.
Stjórnarnefnd er heimilt að veita styrk úr Framkvæmdasjóði til að stækka
verndaða vinnustaði og bæta tækjabúnað, sem miðar að aukinni og hagkvæmari
starfsemi þeirra. Jafnframt er heimilt að veita fé úr Framkvæmdasjóði til
að breyta almennum vinnustöðum og bæta tækjabúnað, sem tryggt geti fötluðum
vinnu á almennum vinnumarkaði, enda mæli s.væðisstjórn og atvinnuleitin með
breytingum.
28. gr.
Kostnaður vegna reksturs samkvæmt 1. tl. 7. gr. greiðist í samræmi við lög
nr. 112/1976. Jafnframt greiðir ríkissjóður þann kostnað, sem er umfram
almennar greiðslur í viðkomandi stofnun, enda skerðist réttur barnsins til
annarra bótagreiðslna ekki.
Af kostnaði vegna reksturs stofnana, sem ekki greiðist af eigin fé, skv.
7. gr., 3., 4., 11. og 14. tl. greiðir ríkissjóður 85%, en sveitarsjóður 15%.
Um kostnað vegna reksturs skv. 2. og 12. tl. 7. gr. fer eftir lögum nr 57/
1978 um rekstur heilsugæslustöðva, enda séu slíkar stofnanir byggðar og reknar
skv. þeim lögum.