Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Blaðsíða 120
104
SVÍÞJÓÐ
Þátttaka rikis og sveitarfélaga i Svíþjóö í ]>róun á nýjum kerfum og búnaSi
í handriti að væntanlegri skýrslu um norrænu höfuðborgirnar (Huvudstader i
omvandling 6) fyrir ráðstefnu í Hasselby í SvíJ>jóð í mars 1984 í>ar* sem
fjallað verður um sveitarfélög, atvinnulíf og rannsóknir, eru m.a. lagðar
fram eftirfarandi tillögur um framtíðarskipan:
"Þróun á nýjum kerfum og búnaði":
"Stjórnvöld og bæjarfélög hafa lykilaðstöðu til að láta £róa og framkvæma
umfangsmikil, tímafrek og áhættusöm verkefni, sem fela í sér tæknilegar
nýjungar. Hér getur hvort heldur verið um að ræða að skapa sem hentugast
starfsumhverfi fyrir fyrirtæki til framleiðslu og vörujróunar eða kaup á
nýjungunum.
Þó svo að einstakir uppfinningamenn séu mikilvægir á J>essum tímum eins og
jafnan áður er nauðsynlegt að styðja umfangsmikla rannsóknar- og
þróunarstarfsemi verulega á mörgum sviðum til að J>róa ný framleiðslukerfi,
nýjar vörur og fá J>ar með ný störf.
Höfuðborgirnar hafa verið í forystu hvað varðar J>róun á sviði tæknilegrar
og félagslegrar J>jónustu. Það er einmitt í stórborgunum sem mestar kröfur
eru gerðar til J>jónustu á vegum sveitarfélaga.
Dæmi um verksvið j>ar sem rannsóknar- og ]>róunarvinna er mjög mikilvæg er
skipulagning hitaveitu- og fjarvarmakerfa. Slik hitaveitukerfi hafa mikil
áhrif á mörgum sviðum og ina J>ar nefna þjónustu bæjarfélaga og umhverfi,
sparnað og breytingu á erlendum kostnaði í innlendan. Þróun á sviði
hitaveitumála getur einnig haft mikla Jýðingu í sambandi við tæknijiekkingu
á sviði orkuiðnaðar og sé fyrirtækjum falin vinnsla kerfa á J>essu sviði
geta J>au síðar sýnt fram á reynslu sem opnar möguleika á útflutningi
Jiessarar J>ekkingar.
Á næstu áratugum munu umhverfis- og orkumál áfram verða mjög í brennidepli
hvað varðar rannsóknir og J>róunarstarfsemi í samvinnu höfuðborganna,
rannsóknarstofnana og háskóla.
Lítil einkafyrirtæki hafa yfirleitt fá tækifæri til að J>róa verkefni, sem
hafa veruleg áhrif é heildarumhverfi stórborga. Hér geta höfuðborgirnar
auðveldlega skilgreint og skipulagt samvinnu milli fyrirtækja og
rannsóknarstofnana og látið vinna fyrir sig verulega stór tæknileg
verkefni. Þessi vinna yrði til gagns fyrir almenning og stóreykur
Jróunarmöguleika einkafyrirtækja innan höfuöborganna. Höfuðborgirnar geta
sýnt áhuga sinn á Jiróunarvinnu í verki með J>ví að stuðla að
samstarfsverkefnum, samningum við fyrirtæki og rannsóknarstofnanir.
Viðleitni til orkusparnaðar og notkun innlendra orkulinda koma ]>ví til
leiðar,að nýjar aðferðir J>róast. Um þessar mundir er mikið kapp lagt á
rannsóknarstarfsemi í sambandi við notkun á sólarorku, stýritækni fyrir
lofthreinsibúnað í húsum, notkun varmadæla, geymslu á orku, ný
byggingarefni, sem hafa betri einangrunareiginleika og J>éttleika, söfnun á
orku o.fl. Þá fer fram umfangsmikil J>róunarstarfsemi á sviði kynditækni,
hreinsun á reyk, dælu og stýritækni við dreifingu hita.
j