Skinfaxi - 01.04.2018, Blaðsíða 11
SKINFAXI 11
Kópavogsblótið er ekki eina merkið um samstarf félaganna í Kópa-
vogi, það er Breiðabliks, HK og Gerplu. Þessi félög hafa einnig, ásamt
Kópavogsbæ og SÍK (Samstarfsvettvangi íþróttafélaganna í Kópavogi),
sameinast um frístundavagn fyrir iðkendur félaganna. Vagnarnir fara á
milli frístundarheimila í bænum og eru fyrst og fremst ætlaðir fyrir yngstu
iðkendurnar. Ekki skiptir máli hvort iðkandi er í Breiðabliki, HK eða
Gerplu. Einn vagn er fyrir alla.
Eysteinn segir breytinguna vera til hagsbóta fyrir iðkendur og foreldra
þeirra: „Það er glórulaust að hvert félag í sínu horni sé að reka frístunda-
vagn og koma börnum á æfingar. Við vorum að gera þetta í sitthvoru
lagi í fyrra þar sem iðkendur þurftu að vera í “rétta” búningnum til þess
að komast í sinn vagn sem voru svo röng skilaboð. Sérstaklega í ljósi
þess að margir af okkar iðkendum æfa einnig aðrar íþróttagreinar með
HK og Gerplu. Að mínu mati dregur einn frístundavagn úr þessum ríg
á milli iðkenda sem við vorum kannski ómeðvitað að ýta undir með því
að keyra hver í sínum vagni.”
Í samvinnu félaganna felst hagræðing fyrir flesta. „Við viljum reyna
að minnka skutlið hjá foreldrum og einfalda hlutina eins og kostur er
og það gerist best með því að félögin vinni saman. Við erum meira að
segja farin að ræða saman um fleiri verkefni sem við sjáum ávinning í
að vinna sameiginlega að,” segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmda-
stjóri Breiðabliks.
Verðlaunað fyrir
nýsköpun og nýjungar
UMSK hlaut hvatningarverðlaun UMFÍ á sambandsráðsfundi
UMFÍ sem fram fór á Ísafirði undir lok október sl., fyrir nýjungar
og nýsköpun í starfi. UMSK hefur meðal annars gefið aðildar-
félögum sínum pannavelli og kynnt til sögunnar biathlon, nýja
íþróttagrein sem er afbrigði af skíðaskotfimi. Valdimar Gunnars-
son, framkvæmdastjóri UMSK, svaraði því til, spurður út í nýj-
ungarnar í viðtali í Morgunblaðinu, að íslenskt samfélag breytt-
ist hratt. Íþróttafélögin þurfi að bregðast við þeim aðstæðum.
Nýjar íþróttagreinar ryðji sér til rúms og þátttaka í hefðbundn-
um greinum láti undan síga. Allir þurfi að hreyfa sig. Það sé
jákvæð þróun. Á sama tíma sé það verkefni íþrótta- og ung-
mennafélaganna að koma til móts við þetta fólk með skipu-
lögðu starfi, fræðslu eða öðru til að halda ungmennum sem
lengst í starfinu.
Mörg félög
vinna saman
Það er fjarri því að samvinna
ungmennafélaganna í Kópa-
vogi sé einsdæmi.
• SamVest er samstarf sjö héraðs-
sambanda á Vesturlandi og Vest-
fjörðum í frjálsum íþróttum. Undir
því merki eru haldnar margar sam-
eiginlegar æfingar og stórt sumar-
mót á hverju ári. Samstarfið hlaut
hvatningarverðlaun UMFÍ árið
2015.
• Knattspyrnufélögin Huginn Seyðisfirði og Höttur á Egilsstöð-
um ætla að sameinast eftir að
þau féllu bæði úr 2. deild karla
í knattspyrnu. Þetta er í annað
skiptið sem liðin sitthvorum
megin Fjarðarheiðar sameinast.
Síðast störfuðu þau saman á
árunum 1999 til 2002.