Skinfaxi - 01.04.2018, Qupperneq 17
SKINFAXI 17
Würth á Íslandi ehf
www.wurth.is
Norðlingabraut 8
Reykjavík
Bíldshöfði 16 Tryggvabraut 24
AkureyriReykjavík
beiskju hafi margar staðið sig vel þegar kom að hreyfingu barna og
ungmenna. Austur-Þjóðverjar hafi staðið sig með prýði, ekki síður en
Sovétmenn sem innleiddu ýmsar íþróttagreinar, þar á meðal fimleika, í
námskrár grunnskóla.
„Stjórnvöld í Austur-Evrópu gerðu sér grein fyrir mikilvægi líkams-
greindar fyrir löngu,” segir Jeffrey.
þar af 15% kvenna og 11% karla.
Lausnin: Að borða betri mat og hreyfa sig meira.
Breyta íþróttum til að fjölga iðkendum
Það er erfitt að ræða við Kanadamann án þess að minnast á íshokkí
sem kalla má þjóðaríþrótt þar í landi. Greinin hefur átt betri daga,
liðum hefur gengið illa og iðkendum fækkað. Fækkunin skýrist ekki
síst af því að mjög kostnaðarsamt er að æfa íshokkí og það er orðið
vart nema á færi efnaðra foreldra að leyfa börnum sínum að æfa
og keppa í íshokkí að einhverju marki.
„Um nokkurt skeið fjölgaði nýjum iðkendum í íshokkí mjög hægt.
Þá var brugðið á það ráð að prófa að bjóða upp á minni velli og
styttri leiktíma, jafnvel upp á nokkrar mínútur. Þessi tilraun skilaði
góðum árangri. Mönnum líkaði vel að taka þátt í styttri leikjum.
Þeir skemmtu sér líka vel og fleiri fóru að æfa íshokkí,“ segir Jeffrey
og nefnir þessa tilraun í heimalandi sínu sem frábæra tilraun til að
auka gleði og ánægju í íþróttaiðkun. „Það er mikilvægt að hafa
gaman af því að stunda íþróttir. Þegar iðkendur skemmta sér stunda
þeir greinina lengur – jafnvel alla ævi.“
Ungmennin þurfa að fá að leika sér
Jeffrey segir að mörgum finnist erfitt og jafnvel streituvaldandi að
vinna með unglingum. Hann segir það eðlilegt. „Sýnt hefur verið
fram á að heili ungmenna er í sífelldri mótun og mikið um að vera,
bæði í höfðinu á þeim og í líkamanum enda hormónarnir á fullu.
Það er erfitt að vera unglingur enda hafa þeir litla stjórn á líkömum
sínum, þeir hafa ónákvæma rýmisskynjun og margir eru klaufalegir
í hreyfingum. Þetta á sérstaklega við um stráka því að heili þeirra er
að mótast fram yfir tvítugt og því þurfa þjálfarar að vera þolinmóðir,
sérstaklega í samskiptum sínum við stráka,“ segir Jeffrey og rifjar upp
þegar hann var staddur í fimleikasal í Moskvu um miðjan níunda
áratug síðustu aldar. Í salnum var hópur unglingsdrengja að hamast
hver í öðrum og leika sér. „Það fer sú saga af sovéskum þjálfurum
að þeir séu strangir og harðir við iðkendur. Ég spurði þess vegna
þjálfarann hvað þessir drengir væru að gera þarna. Hann svaraði:
„Þetta eru unglingar. Það á að láta þá vera og leyfa þeim að leika
sér þar til þeir róast.“
13% fólks glímir
við ofþyngd