Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2018, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.2018, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI gerðar á stigagjöf með einhverjum hætti eða hún útfærð á nýjan hátt,“ segir Ellen en bætir við að þarna reyni á. Keppendur af kvenkyni með mikið skap gætu orðið fúlir yfir að tapa fyrir strák nema breyting yrði gerð á stigagjöf. „Við sjáum í raun ekki vandamál heldur teljum að alltaf sé hægt að hugsa hlutina upp á nýtt. Líka í keppnisíþróttum. Yfirleitt liggur vanda- málið hjá foreldrunum sjálfum, í skólunum og íþróttafélögum,“ segir hún. „Börnin sjálf sjá ekkert athugavert við að hafa hann þarna enda er hann hluti af hópnum.“ Verðum að taka honum eins og hann er Ellen segir að lokum sumt fólk hafa undrast að þau foreldrar Hjartar skuli standa í þessu. „Fólk í kringum okkur segir stundum: Guð minn góður, eruð þið í alvöru að ýta undir þetta? Hvað ef hann verður hommi? En það breytir engu um það hvað við gerum í dag og hvernig Hjörtur verður í framtíð- inni. Við verðum að taka honum eins og hann er. Við getum aðeins ímyndað okkur hvað honum liði illa ef við gerðum það ekki. Þetta verð- ur enginn dans á rósum hjá honum. Vonandi mun hann hafa þroska til að takast á við það hvernig hann er. En það er hlutverk okkar að gera grunninn góðan,“ segir Ellen, móðir Hjartar Andra. Ellen segir eina móður hafa hafnað því að bjóða honum í stelpu- afmæli, dóttir hennar eigi svo marga strákavini að hún ætli að halda afmæli aðeins fyrir stelpurnar,“ segir Ellen. „Það þarf að viðurkenna börnin eins og þau eru. Það er talað um að það sé gert í þjóðfélaginu en er það þannig í raun? Allavega, þegar börn eru eins og Hjörtur rekur maður sig á veggi.“ Hjörtur Andri með fjölskyldu sinni. UM 47% ÍSLENDINGA ERU Í UMFÍ FÉLAGAR ERU UM 160.000 INNAN UMFÍ ERU KARLAR 53% 47% KONUR

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.