Skinfaxi - 01.02.2020, Síða 6
6 S K I N FA X I
Skinfaxi 2. tbl. 2020
Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands
(UMFÍ), hefur komið út samfleytt síðan
árið 1909. Tímaritið dregur nafn sitt af
hestinum fljúgandi sem dró vagn goð-
sagnaverunnar Dags er ók um himin-
hvolfið í norrænum sagnaheimi.
R I TST J Ó R I
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson.
Á BY R GÐA R M A Ð U R
Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ.
R I T N E F N D
Gunnar Gunnarsson, formaður, Annas
Jón Sigmundsson, Eiður Andri Guðlaugs-
son, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Sig-
urður Óskar Jónsson og Soffía Meldal.
P R E N T U N
Prentmet Oddi.
L J ÓS MY N D I R
Ívar Sæland, Haraldur Jónasson,
Gunnar Gunnarsson, Hafsteinn Snær
Þorsteinsson, Jón Aðalsteinn Berg-
sveinsson, Ólafur Þór Jónsson, Oscar
Rybinski, Ágúst Atlason o.fl.
UM BR OT O G H Ö N N U N
Indígó.
P R Ó FA R KA L E ST U R
Helgi Magnússon.
AU GLÝS I N GA R
Styrksöfnun.
FO R S Í Ð UMY N D
Hópur karlalandsliðs Íslands í hópfim-
leikum og föruneyti sem fór hringinn í
kringum landið í sumar og hélt sýningar
í íþróttahúsum. Markmið ferðarinnar var
að búa til fyrirmyndir og fjölga ungum
drengjum í hópi iðkenda í fimleikum.
ST J Ó R N UM F Í
Haukur Valtýsson, formaður, Ragnheiður
Högnadóttir, varaformaður, Sigurður
Óskar Jónsson, ritari, Guðmundur
Sigurbergsson, gjaldkeri, Gunnar Gunn-
arsson, meðstjórnandi, Jóhann Steinar
Ingimundarson, meðstjórnandi, og
Gunnar Þór Gestsson, meðstjórnandi.
VA R AST J Ó R N UM F Í
Hallbera Eiríksdóttir, Lárus B. Lárusson,
Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir og Gissur
Jónsson.
SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA
Þjónustumiðstöð UMFÍ,
Sigtúni 42, 105 Reykjavík,
sími: 568 2929.
umfi@umfi.is
www.umfi.is
STA R FS FÓ L K UM F Í
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson,
kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa,
Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi
og framkvæmdastjóri Landsmóta (með
aðsetur á Sauðárkróki), Ragnheiður
Sigurðardóttir, landsfulltrúi og verk-
efnastjóri, og Guðbirna Kristín Þórðar-
dóttir, ritari.
UM F Í
Ungmennafélag Íslands er landssam-
band ungmennafélaga á Íslandi.
UMFÍ var stofnað í ágúst árið 1907.
Sambandsaðilar UMFÍ eru 27 talsins
sem skiptast í 21 íþróttahérað og 6 ung-
mennafélög með beina aðild. Alls eru
um 450 félög innan UMFÍ með rúmlega
270 þúsund félagsmenn.
Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir hefur áhyggjur
af hreyfingarleysi barna og ungmenna.
Hún hafði samband við ÍBR og fleiri til að
ýta átaksverkefninu #HVETJA í gang.
„Ég held að íþróttafélög séu almennt mjög opin fyrir öllum hugmynd-
um. Þar eru sérfræðingar í hvatningarstarfsemi og þar kann fólk að ná
til annarra. Ég held að flestar hugmyndir fái aðgengi hjá þeim,“ segir
Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur.
Hún var að sýsla í garðinum sínum dag einn um miðjan október
þegar hún fékk skyndilega innblástur.
„Ég fékk hugmyndina þegar ég var að vinna úti í garði með mannin-
um mínum í síðustu viku. Þetta er algjörlega rétti tíminn, áskorun sem
krefst þess að við hvetjum aðra áfram, bæði börnin okkar og þá sem
búa ekki við öflugt tengslanet. Ég leitaði til ÍBR og þar var vel tekið í
hugmyndina um að styðja við samfélagslegt átaksverkefni,“ segir
Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur.
Kolbrún er forsprakki samfélagslega átaksverkefnisins #HVETJA.
Átakið gengur út á að auka jákvæðni í samfélaginu og hvetja fólk til að
passa upp á líkamlegt og andlegt heilbrigði sitt.
Hugmyndin er að hver og einn fari út í stutta stund í senn til
að koma blóðinu á hreyfingu, njóta dagsbirtunnar og bæta
andlega líðan sína í leiðinni. Síðan er pælingin að fólk hvetji
aðra til að hreyfa sig líka og það hvatt til að klukka aðra.
Kolbrún segir líkur á að landsmenn þurfi að lifa með veirunni næstu
vikur og mánuði. Því skipti máli að snúa bökum saman, auka jákvæðni
í samfélaginu, sýna náungakærleika og að fólk passi hvert upp á annað.
„Með því að hvetja aðra til þess að hreyfa sig sendum við fullt af
jákvæðri hvatningu til annarra og stuðlum ekki aðeins að betri líkam-
legri og andlegri líðan okkar sjálfra heldur annarra um leið,“ segir hún.
Hjólreiðafélagið á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR), sem
er sambandsaðili UMFÍ og Kolbrúnu fannst eðlilegasta skrefið í þróun
hugmyndarinnar að leita þangað til að breikka pælinguna.
Hugmyndir úr
grasrótinni
fá vængi
„Við erum alltaf tilbúin til að skoða allar góðar hugmyndir sem
berast okkur. Þessi hugmynd smellpassaði inn í samfélagslega
nálgun ÍBR. Hugmyndin var vel uppsett og verkefnið úthugsað,
með skýran skilgreindan tilgang og markmið sem gagnast
öllum,“ segir Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabanda-
lags Reykjavíkur (ÍBR).
Ásamt ÍBR er Rauði krossinn samstarfsaðili verkefnisins.
Bakhjarlar þess eru Íslensk erfðagreining, VÍS, 66°Norður og
Arion banki.
Facebook-síða verkefnisins er:
https://www.facebook.com/hvetja2020/
Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur.
„ÍBR hefur reynst okkur í Hjólreiðafélaginu afar vel. Þar er líka
mikið af börnum og öðrum iðkendum sem hafa ekki verið á æfingum
síðustu vikurnar,“ segir Kolbrún.
Átakinu #HVETJA var ýtt úr vör 28. október 2020 og stendur það til
15. nóvember. Kolbrún vonast til að það lifi sjálfstæðu lífi áfram.