Skinfaxi - 01.02.2020, Page 15
S K I N FA X I 15
Forseti Íslands:
Gleðin felst í því erfiða
Á ráðstefnunni sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ávarpi
sínu ungt fólk upp til hópa búa yfir því sjálfstrausti sem þarf til þess að
vilja móta eigin líf og er óhrætt við það.
„Það sem þið takið ykkur fyrir hendur á að vera erfitt. Ef það er ekki
erfitt, er það ekki þess virði að taka eitthvað að sér,“ sagði Guðni. Í
ávarpinu fjallaði hann um ábyrgðina og það hvernig maður lætur til
sín taka í samfélaginu þótt maður beri marga og mismunandi hatta.
Hann lýsti m.a. þeim mótsögnum sem felast í því að vera sagnfræð-
ingur og forseti.
„Í starfi mínu er næstum því skrifað í starfslýsinguna að horfa fram
á við. En það er skrýtið, því að ég er sagnfræðingur og í fyrri störfum
er líka skrifað í starfslýsinguna að vera gagnrýninn. Þetta er hlutskipti
sem maður velur sér. Listin snýst um að læra af liðinni tíð og finna sam-
takamáttinn en vera um leið raunsær,“ sagði hann og lagði áherslu á
að finna leiðir og læra listina að miðla málum.
„Listin snýst um að læra
af liðinni tíð og finna
samtakamáttinn en vera
um leið raunsær“
Netmiðillinn
Vísir var með beina
útsendingu frá pallborðs-
umræðum ráðstefnunnar
og var jafnframt streymt
beint frá henni á Facebook.
Hægt er að sjá pallborðs-
umræðurnar með því að
skanna inn QR-kóðann
sem hér fylgir með.
þátttakenda mættu hér á sína
fyrstu ráðstefnu
78%
þátttakenda lærðu eitthvað
nýtt á ráðstefnunni.
95%
þátttakenda fannst að
Ungmennaráð UMFÍ eigi að
halda áfram að standa fyrir
svipuðum viðburðum.
97%