Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2020, Side 25

Skinfaxi - 01.02.2020, Side 25
 S K I N FA X I 25 Tryggjum framtíð okkar nánustu. Líf- og sjúkdómatrygging kostar minna en þú heldur. Við veitum ráðgjöf á sjova.is/lifogsjuk. Tveir ráðherrar leggja til aðgerðir sem eiga að koma í veg fyrir röskun á skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi „Það er mikilvægt að öll börn eigi þess kost að stunda íþróttir en ljóst er að þær sóttvarnaraðgerðir sem við höfum þurft að grípa til hafa haft mikil áhrif á starfsemi íþróttafélaga. Það þykir því gríðarlega brýnt að við ráðumst í mótvægisaðgerðir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað til að tryggja að íþróttastarf barna raskist ekki, til lengri tíma litið. Þegar tilkynnt var um tillögur hans og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem ætlað er að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélög í landinu vegna COVID-faraldursins, sagði hann það skynsamlegt að verja fjármunum í íþróttahreyfinguna, því að hún gegni gríðarlega mikilvægu hlutverki fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. „Þátttaka barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi hefur góð og þroskandi áhrif á þau. Sú fjárfesting skilar sér margfalt fyrir sam- félagið allt til lengri tíma,” sagði hann. Stuðningur við skipulagt íþrótta- starf skilar sér margfalt til baka Tillögur stjórnvalda í stuttu máli • Að útvíkka úrræði Vinnumálastofnunar og gera íþróttafélagi kleift að sækja um styrki vegna launagreiðslna til starfsmanna sem geta ekki sinnt starfi sínu. • Íþrótta- og æskulýðsfélögum, ásamt sambandsaðilum ÍSÍ, verður gert kleift að sækja um sérstaka styrki vegna tekjufalls á tímabilinu 1. júní sl. til 1. október sl. • Að veita íþróttafélögum styrki vegna verktakakostnaðar frá 1. október sl. og þar til starfsemi íþróttahreyfingarinnar kemst í eðlilegt horf. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.