Skinfaxi - 01.02.2020, Qupperneq 26
26 S K I N FA X I
Meirihluti styrkja til knattspyrnufélaga er til kominn
vegna persónulegra tengsla beggja vegna borðs-
ins. Dæmi um það er þegar maður þekkir mann,
stjórnandi í fyrirtæki á barn í hópi iðkenda, hefur æft með
félaginu sjálfur eða hann hefur stutt félagið alla tíð. Við-
skiptalegir hagsmunir og fagleg sjónarmið ráða sjaldnar
för. Á sama tíma hafa stór fyrirtæki dregið úr styrkjum til
íþróttafélaga, hafa í hyggju að gera það og færa styrk-
féð frekar í skýrt afmarkaða þætti, svo sem að vinna með
umhverfisvernd eða sinna öðru sem getur talist til
heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í
meistararitgerð Björns Berg Gunnars-
sonar frá Háskóla Íslands í markaðsfræð-
um og alþjóðaviðskiptum sem hann skil-
aði af sér síðastliðið sumar. Í ritgerðinni
skoðaði hann kostun nokkurra knatt-
spyrnuliða og tók viðtöl við fólk, bæði á
vegum fyrirtækja og íþróttafélaga, ræddi
við það um styrkina og samstarfið og
velti því upp hvað kunni að vera farsælt til
framtíðar.
Við ritgerðarskrifin ræddi Björn við for-
svarsmenn nokkurra fyrirtækja og knattspyrnudeilda, þar á meðal
Íslandsbanka, Skeljungs, TM, KR, Íslensks toppfótbolta og Breiða-
bliks. Hann telur að þótt í þessu tilviki sé um knattspyrnufélög að
ræða megi vel yfirfæra vangavelturnar yfir á önn-
ur íþróttafélög og -deildir.
Persónuleg
tengsl
skila enn flestum styrkjum
Hægt að fá meira út
úr stuðningi
Björg Berg segir það hafa komið sér á óvart hve persónu-
leg tengsl ráði miklu um styrkveitingar fyrirtækja til íþrótta-
félaga.
„Persónulegu tengslin ráða mestu og virðist lítill áhugi
á að breyta því. Fyrirtæki geta þvert á móti kostað tiltekin
íþróttafélög í hefðbundnu markaðsstarfi sínu,“ segir Björn
Berg. Hann nefnir í ritgerðinni gríðarlegar upphæð-
ir sem fyrirtæki leggi til íþróttastarfs víða
erlendis. Oft er mikið gert úr stuðningin-
um og hífa aðilarnir hvor annan upp, það
er að segja, fyrirtækið stærir sig af því að
styrkja íþróttafélag eða -grein og félagið
hampar stuðningnum.
„Í öðrum löndum, sérstaklega í Banda-
ríkjunum, setja fyrirtæki fjármuni, kannski í
eitt félag, og monta sig af samstarfinu. Segj-
um að milljón dollarar fari í fjárstuðning en
ein og hálf í auglýsingar fyrirtækisins til að
segja frá stuðningnum. Hér á landi er
algengara að lítil fyrirtækja styðji mörg
lítil félög. En fyrirtækin á Íslandi auglýsa lítið hvað þau séu að styrkja.
Það er eins og þau séu feimin að gera það. Í rauninni ættu þau að vera
stolt af því og gera það á fjölbreyttan hátt. Eins geta íþróttafélögin
verið duglegri við að auglýsa hverjir styrktaraðilar þeirra eru,“ segir
hann og bendir á að það styrki samband fyrirtækja og íþróttafélaga.
Íslendingar eru frekar ófagmannlegir þegar kemur að því að
leita styrkja fyrir íþróttafélög og -deildir. Persónuleg tengsl
skipta mestu máli. Björn Berg Gunnarsson skoðaði samband
þróttafélaga og fyrirtækja í meistararitgerð sinni og komst að
því að forystumenn íþróttafélaga mættu oft vera hugmynda-
ríkari en þeir eru, svo sem þegar kemur að því að lyfta undir
styrktaraðila félaganna. Fyrirtækin mættu sömuleiðis eins vera
montnari af því að styrkja íþróttastarf, tiltekin félög eða deildir.
„Félögin þurfa að skera sig úr með
einhverjum hætti, fá fyrirtækin til að sjá
stuðning sinn sem vettvang í kröftugri
markaðssetningu vörumerkis eða finna
annan sameiginlegan hag af
mögulegu samstarfi“.
Björn Berg Gunnarsson