Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2020, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.02.2020, Blaðsíða 31
 S K I N FA X I 31 Kristinn Þór og Erna Þorsteinsdóttir innsigla mikla uppbyggingu í íþróttastarfinu á Eskifirði. Börn í Grunnskóla Eskifjarðar sækja íþróttaávísanir og boli sem Eskja og Austri gefa þeim. höfum við farið út í það sem tilraunaverkefni að bjóða upp á rútuferðir á samæfingar í fót- bolta á Reyðarfirði. Það þéttir líka hópinn í sveitarfélaginu því að þar hitta krakkarnir jafn- aldra sína sem þau munu æfa og keppa með síðar,“ segir hann. Börnin fá íþróttagjöf Á meðal þess sem styrkur Eskju skilaði var að í haust fengu öll elstu börnin í leikskóla bæjar- ins og nemendur í Grunnskóla Eskifjarðar gjafabréf upp á 10.000 krónur auk íþrótta- bols sem merktur er bæði Austra og Eskju. Upphæðinni í gjafabréfinu er ætlað að ganga upp í æfingagjöld barnanna. Íþróttin, sem stunduð er, þarf hvorki að vera í boði undir merkjum íþróttafélagsins Austra né á Eskifirði heldur er hægt að nota hana í hvað eina sem tengt er íþróttastarfi. „Eina skilyrðið er að ávísunin verði notuð til íþróttaæfinga,“ segir Kristinn en um 170 börn fengu gjöfina. Til viðbótar við að fjölga iðkendum í íþrótt- um á Eskifirði á að bæta alla aðstöðu og finna leiðir til að ná betur til foreldra barnanna, kynna starfið betur fyrir þeim sem eru þegar í íþrótt- um og ná til foreldra barna sem stunda ekki íþróttir. Á teikniborðinu er körfuboltavöllur við Grunnskóla Eskifjarðar og margt fleira sem ætlað er að styrkja starfið. Rafíþróttir ná til fleiri iðkenda Á meðal þess sem unnið er að er stofnun raf- íþróttadeildar Austra nú í október. Fyrirhugað er að æfingar rafíþróttadeildar- innar verði til að byrja með í um 180 fermetra húsi Austra í miðbæ Eskifjarðar. Nokkuð er farið að sjá á húsinu og verður styrkur Eskju m.a. notaður til að laga það, kaupa skjávarpa og gera þar góða fundaaðstöðu. Þótt einhverjum kunni að þykja skjóta skökku við að auka íþróttaiðkun með að æfa tölvuleiki bendir Kristinn Þór á að sitthvað sé öðruvísi þegar betur er að gáð. „Ég hef fylgst með rafíþróttadeildum í kring- um okkur, meðal annars á Höfn og í Reykjavík. Ég hélt fyrst að þetta væri óttalegt bull og að börnin væru bara að spila tölvuleiki en það er ekki svo heldur eru þau líka í íþróttaæfingum. Markmið okkar er að draga krakkana frá því að sitja ein við tölvuna heima hjá sér og koma þeim á æfingar í skipulögðu starfi þar sem þau eru með öðrum og hreyfa sig. Það er mjög mikilvægt að draga úr hinni félagslegu ein- angrun. Ég hef heyrt frábærar sögur af börnum sem fóru í svona starf og blómstruðu í kjölfarið. Deildin okkar er á byrjunarstigi og nú er að vinna þetta áfram,“ segir Kristinn Þór.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.