Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2020, Síða 38

Skinfaxi - 01.02.2020, Síða 38
38 S K I N FA X I Ánægjuvogin 2020 Lykiltölur í íþróttaiðkun nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2020 Ánægjuvogin 2020* er unnin af Rannsóknum og greiningu (R&g) fyrir ÍSÍ og UMFÍ. Niðurstöður Ánægjuvogarinnar 2020 eru mjög jákvæðar fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi. Í niðurstöðum Ánægjuvogarinnar kemur skýrt fram að þeim nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi líður betur og vinna betur í hópi en aðrir. Þar kemur einnig fram að 61% nem- enda í efstu bekkjum grunnskóla æfi með íþrótta- félagi einu sinni í viku eða oftar. Meirihluti nemend- anna metur andlega og líkamlega heilsu sína góða, er síður líklegur til að sýna af sér frávikshegðun og neyta vímuefna. Niðurstöður sýna ótvírætt kosti skipulagðs íþrótta- og tómstundastarfs, ákveðnir þætti eru verndandi, ákveðnir þættir draga úr líkum á því að barn leiðist út í einhvers konar frávikshegðun og ljóst er að skipulagt starf hefur forvarnargildi. Rannsóknir og greining hafa lagt spurningalista fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk frá árinu 1992 í rannsókninni Ungt fólk. Í Ánægjuvoginni felst að spurningum, tengdum íþróttum og íþróttaiðkun, er bætt við spurningalistana. Listarnir voru lagðir fyrir nemendur bekkjanna í febrúar á þessu ári og var svarhlutfallið 85%.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.