Úrval - 01.04.1954, Síða 9

Úrval - 01.04.1954, Síða 9
HINAR LITPRÚÐU MEYJAR TAHITI 7 f ætur sína og holdmiklar lendar í svölu fjallavatninu. Ein eða tvær þeirra slást í hóp hinna þorstlátu, og vott hárið slæst eins og tagl í bak þeirra á göng- unni. Þú finnur stað þar sem gola er í brekku undir skuggasælum appelsínutrjám í blóma, sezt þar og lætur leirbrúsann ganga hringinn. Umhverfið logar í svo björtum, hreinum litum, að þig verkjar í augun, og anganin af appelsínutrjánum er svo höfug að þig svimar af henni. Þú ligg- ur á miðju litaspjaldi Gauguin — ljósrauður depill mitt í krómgul- um og purpurarauðum fleti —■ og langt fyrir neðan sérðu ljós- blátt hafið, þar sem öldurnar brotna á rifinu átta sinnum á mínútu og senda upp hvítan reyk. Þú hvílir höfuð þitt á því sem siðprúðir menn kalla „konukné" (harður og óþægilegur líkams- hluti, sem hinir þrekvöxnu Ta- hitibúar nota sjaldan), og syng- ur fullum hálsi lagið sern þú ert nýbúinn að læra. Þetta er þá það sem kallað er að vera hedón- isti, lótusæta, Suðurhafs-bóhem; þetta er það líf, sem guggnir og gráfölir skrifstofuþrælar í London, París og New York láta sig dreyma um á löngum, köld- um vetrum. Þetta er það sem margir telja ímynd jarðneskrar paradísar: að eyða deginum við vín, víf og söng -— jafnvel þó að vínið sé súrt, vífin ljót og söngurinn bæði falskur og klúr. Þú lokar augunum og reynir að njóta stundarinnar, en þú get- ur það ekki — og allt í einu veiztu hvað það er sem Tahiti skortir: hún hefur enga sál, á ekkert stolt! Tahitibúinn er jafn- óinteressant og aulalega kyn- blendnigshundgreyrið sem ligg- ur við fætur þína. Hann dillar rófunni framan í allt og alla, hann reynir að stökkva upp og sleykja andlit þitt, og mænir á eftir hverjum bita sem þú berð að vörum þér. Hann á hvorki stolt né kyngöfgi, hann hefur glatað veiðihvöt sinni og lifir lífi sínu sem betlari og sníkju- dýr. Tahitibúinn á ekkert skráð tungumál og því engar bók- menntir; hann er búinn að gleyma að skera út í tré og gera sér föt úr berki, og yngsta kyn- slóðin kann naumast að sigla út- keiping eða drepa hákarl. Hann er fátækur af veraldarauði og fátækur í anda, og hann á fátt sem hann getur kallað sitt. Stundum geturðu skilið hinn ótrúlega leiða, sem gripið get- ur jafnvel hina einlægustu aðdáendur Suðurhafseyjanna, ömurleikann sem knúði Gauguin til að mála síðustu mynd sína af snæviþöktu landslagi í Bret- agne, og Stevenson til að enda líf sitt á Samóa með ófullgert handrit af lýsingu á Lammer- moor í Englandi. Tahiti er grimmúðug eyja, sem fjötrar gesti sína mjúkum fjötrum deyfandi sætleika, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.