Úrval - 01.04.1954, Qupperneq 9
HINAR LITPRÚÐU MEYJAR TAHITI
7
f ætur sína og holdmiklar lendar
í svölu fjallavatninu. Ein eða
tvær þeirra slást í hóp hinna
þorstlátu, og vott hárið slæst
eins og tagl í bak þeirra á göng-
unni.
Þú finnur stað þar sem gola
er í brekku undir skuggasælum
appelsínutrjám í blóma, sezt þar
og lætur leirbrúsann ganga
hringinn. Umhverfið logar í svo
björtum, hreinum litum, að þig
verkjar í augun, og anganin af
appelsínutrjánum er svo höfug
að þig svimar af henni. Þú ligg-
ur á miðju litaspjaldi Gauguin —
ljósrauður depill mitt í krómgul-
um og purpurarauðum fleti —■
og langt fyrir neðan sérðu ljós-
blátt hafið, þar sem öldurnar
brotna á rifinu átta sinnum á
mínútu og senda upp hvítan
reyk.
Þú hvílir höfuð þitt á því sem
siðprúðir menn kalla „konukné"
(harður og óþægilegur líkams-
hluti, sem hinir þrekvöxnu Ta-
hitibúar nota sjaldan), og syng-
ur fullum hálsi lagið sern þú ert
nýbúinn að læra. Þetta er þá það
sem kallað er að vera hedón-
isti, lótusæta, Suðurhafs-bóhem;
þetta er það líf, sem guggnir
og gráfölir skrifstofuþrælar í
London, París og New York láta
sig dreyma um á löngum, köld-
um vetrum. Þetta er það sem
margir telja ímynd jarðneskrar
paradísar: að eyða deginum við
vín, víf og söng -— jafnvel þó
að vínið sé súrt, vífin ljót og
söngurinn bæði falskur og klúr.
Þú lokar augunum og reynir
að njóta stundarinnar, en þú get-
ur það ekki — og allt í einu
veiztu hvað það er sem Tahiti
skortir: hún hefur enga sál, á
ekkert stolt! Tahitibúinn er jafn-
óinteressant og aulalega kyn-
blendnigshundgreyrið sem ligg-
ur við fætur þína. Hann dillar
rófunni framan í allt og alla,
hann reynir að stökkva upp og
sleykja andlit þitt, og mænir á
eftir hverjum bita sem þú berð
að vörum þér. Hann á hvorki
stolt né kyngöfgi, hann hefur
glatað veiðihvöt sinni og lifir
lífi sínu sem betlari og sníkju-
dýr.
Tahitibúinn á ekkert skráð
tungumál og því engar bók-
menntir; hann er búinn að
gleyma að skera út í tré og gera
sér föt úr berki, og yngsta kyn-
slóðin kann naumast að sigla út-
keiping eða drepa hákarl. Hann
er fátækur af veraldarauði og
fátækur í anda, og hann á fátt
sem hann getur kallað sitt.
Stundum geturðu skilið hinn
ótrúlega leiða, sem gripið get-
ur jafnvel hina einlægustu
aðdáendur Suðurhafseyjanna,
ömurleikann sem knúði Gauguin
til að mála síðustu mynd sína
af snæviþöktu landslagi í Bret-
agne, og Stevenson til að enda
líf sitt á Samóa með ófullgert
handrit af lýsingu á Lammer-
moor í Englandi.
Tahiti er grimmúðug eyja,
sem fjötrar gesti sína mjúkum
fjötrum deyfandi sætleika, sem