Úrval - 01.04.1954, Side 22
20
ÚRVAL
meiri möguleika til undankomu
heldur en himi sem heldur grun-
laus áfram þann veg sem laun-
sátrið bíður hans við.
Hvernig er þá hægt að þekkja
þennan fjanda, ofreynsluna?
Og hvað er hægt að gera til að
verjast launsátri hennar?
Hættan á ofreynslu er mest
eftir fertugt. Meðan maður er
ungur á maður að því er virðist
óþr jótandi varaorku; maður
getur unnið næturlangt, fengið
sér steypibað um morguninn og
unnið allan næsta dag; gæti
maður aðeins þess að fara svo-
lítið fyrr að sofa en venjulega
næsta kvöld, þá er maður jafn-
góður eftir.
En því eldri sem maður verð-
ur, því meiri ábyrgðarstörf
hlaðast að jafnaði á mann, jafn-
framt því sem varaorkan minnk-
ar, og það er mjög mikilvægt
atriði, því að það er enginn vafi
á, að líkamleg þreyta er miklu
hættuminni og auðveldara að
ráða bót á henni en andlegri
þreytu. Það kemur sem sé að
þeim tíma, þegar maður getur
ekki lengur unnið og safnað
kröftum að nýju með því að
sofa, hvílast o. s. frv., og enginn
þarf að fara í neinar grafgötur
um það hvenær sá tími kemur,
því að hættumerkin eru mörg
áður, fyrir þann sem vill gefa
þeim gaum. Eitt fyrsta hættu-
merkið er höfuðverkur, og
ætti það ekki að þurfa
að fara framhjá neinum.
Stöðug og langvarandi and-
leg vinna virðist hafa þau áhrif,
að það stríkkar á vöðvum í höfði
og hálsi, og torveldar það blóð-
rásina, með þeim afleiðingum,
að ekki berast nógu greiðlega
burt þau úrgangsefni sem stöð-
ugt myndast við bruna í vöðv-
unum. Þegar þessi úrgangsefni
safnast fyrir, valda þau þreytu
og verkjum.
Raunar er einnig til einskon-
ar hvíldarhöfuðverkur, sem oft
er í spaugi nefndur „sunnudags-
höfuðverkur". Hann er einnig
afleiðing langvarandi áreynslu,
en hann gerir aðeins vart við sig
í algerri hvíld. Við hvíldina
slaknar á vöðvunum, æðarnar
rýmkast og blóðið streymir ör-
ar í gegnum þær. En við þrýst-
inginn frá blóðinu getur tognað
á hinum viðkvæmu veggjum æð-
anna og veldur það óþægilegum,
stingandi verkjum. Þeir líða þó
að jafnaði fljótt frá, einkum við
áframhaldandi hvíld.
Þegar fólk, sem ekki hefur átt
vanda til að fá höfuðverk, fer
að fá tíð og slæm höfuðverkjar-
köst, ber að taka það sem við-
vörunarmerki. Það er ekki nóg
að taka skammta og hugga sig
við að þetta muni líða hjá. Það
á að staldra við og spyrja um
orsökina, hugleiða hvort ekki sé
tímabært að draga svolítið úr
vinnuhraðanum og stytta örlít-
ið vinnutímann.
En höfuðverkur er hvergi
nærri eina merkið um að eitt-
hvað sé að. Þegar sá tími kem-
ur, að þér látið yður ekki nægja