Úrval - 01.04.1954, Page 27
E*að er merkileg' reynsla að rekast allt
í einu á átriinaðargoð æsku sinnar.
Samtal við Erich Maria Remarqoe.
Grein úr „Vi“,
eftir Tage Thiel.
AÐ var í vínstofu við litla
piazza (torgið) í Ascona,
listamannabænum við norður-
enda Lago Maggiore. Hinn fá-
menni hópur vetrargesta hlust-
ar á fréttir af snjóflóðunum í
Norðursviss. Skammt héðan
hafa skelfilegar náttúruhamfar-
ir geisað, en hér í suðurhlíðum
Alpaf jallanna skín sólin, og úti-
veitingastaðirnir fyrir framan
veitingahúsin eru opnir árið um
kring. Ég er norrænn gestur,
langt að kominn, og sit hér með
vini mínum, málara í Ascona.
Við erum niðursokknir í að
tefla skák í hvíldartímanum
sem allir taka sér hér um miðjan
daginn. Verkamenn anda og
handar blandast þá án stétta-
greiningar og njóta glass af
víni eða öli, meðan máfarnir
svífa yfir litlu, sólbjörtu hafn-
arkvínni með snæviþakin f jöll í
baksýn.
Þá kemur miðaldra maður
og sezt við næsta borð. Góð-
kunningi málarans heyrist mér:
og áður en ég veit af er ég kom-
inn í samræður við Erich Maria
ítemarque. Það getur verið
merkileg reynsla að rekast
svona allt í einu á átrúnaðargoð
æsku sinnar, einkum þegar á-
trúnaðargoðið varð þess vald-
andi með bók sinni Tíðindalaust
á vesturvígstöðvunum, að ævi
manns tók allt aðra stefnu en
til var ætlast. Það var alltaf tal-
ið sjálfsagt að ég yrði sjóliðsfor-
ingi, en bók Remarques breytti
svo viðhorfi mínu, að ekkert
varð úr því. Hinn tvítugi ungl-
ingur í mér vaknar skyndilega
til lífsins, fær málið og spyr og
spyr. Remarque brosir þegar ég
segi honum að bók hans hafi
komið í veg fyrir að ég yrði sjó-
liðsforingi. ,,Þá hefur hún þó að
minnsta kosti gert eitthvert
gagn!“ segir hann. Hann er
þrekvaxinn án þess að vera feit-
laginn. Mikið úlfgrátt hár, fall-
eg blá augu undir loðnum brún-
um, breitt holdmikið nef, þykk-
ar varir og festuleg haka. Tenn-
ur og litarháttur er frísklegt,
það geislar frá manninum heil-
brigði og lífsgleði. Og þegar um-
ræðum um veðurfarið er lokið og
talið berst að mikilvægari mál-
um, kemur í ljós að hann er