Úrval - 01.04.1954, Side 45
Forstjóri Veðurstofunnax í Bretlandi
skýrir frá merkum nýjungum
í veðurfræði.
YEÐURSPÁR langt íram í tímann?
Grein úr „The Listener",
eftir O. G. Sutton.
I RIÐ 1922 kom út í Bret-
landi mjög óvenjuleg bók
eftir kvekarann og stærðfræð-
inginn Lewis Fry Riehardson,
sem dó síðastliðið haust. Bókin
var að fleiru en einu leyti at-
hyglisverð. Aftan við hana var
listi yfir 90 rittákn. Það voru
ekki aðeins allir stafir hins
gríska og rómverska leturs,
heldur einnig egypzkt letur og
undarleg tákn, sem höfundur-
inn hafði sjálfur búið til. Hann
þurfti alla þessa stafi sem
stærðfræðitákn í hinum flóknu
útreikningum í bókinni. Bókin
hét Weather Forecasting by
Numerical Processes (Veðurspá
með stærðfræðilegum útreikn-
ingum).
Fjnrir hvað er þessi bók
merkileg ? Markmið Richard-
sons var að reikna út veðrið á
sama hátt og stjörnufræðingar
reikna út gang himintungla,
segja fyrir um sólaruppkomu
og sólarlag, kvartilaskipti
tunglsins og myrkva á sól
eða tungli. Flestir munu kann-
ast við Siglingaalmanakiö,
(Nautical Almanac), árbókina
sem flytur útreikninga Sir
Harolds Spencer-Jones, hins
konunglega stjörnufræðings, á
gangi sólar, tungls og nokkurra
stjarna, séð frá Greenwich. I
almanaki þessa árs er þess t. d.
getið, að 30. júní 1954 verði
almyrkvi á sólu á mjóu belti
yfir Norðuratlantshafi, og tími
sólmyrkvans er gefinn upp á
mínútu. Af formálanum má
ráða, að þessi sólmyrkvi var
reiknaður út fyrir nokkrum ár-
um.
Við vitum af reynslunni, og
af öðrum ástæðum, að útreikn-
ingar Sir Harolds bregðast
aldrei. Sá sem athuga vill sól-
myrkvann getur treyst því að
hann komi á tilsettum stað og
tíma. Hið eina sem getur gert
strik í reikninginn er, að loft
verði skýjað svo að ekki sjái til
sólar. Almanakið segir ekkert
um það atriði, sem þó er mjög
mikilvægt, bæði fyrir stjörnu-
fræðinga og áhorfendur. Ef Sir
Harold væri krafinn sagna um
veðrið, mundi hann vafalaust