Úrval - 01.04.1954, Side 50
48
TÍRVAL
anna í hinu raunverulega gufu-
hvolfi, heldur af meginþáttum
þess. En jafnvel þó að við not-
um einfalt „líkan“, gætum við
ekki haft undan veðrinu, ef við
hefðum ekki hinar fullkomnu
rafeindareikningsvélar, sem
jafnast á við heilan her reikn-
ingsmanna eins og Richardson
hugsaði sér. Það eru þessi nýju
tæki, en ekki neinar stórmerk-
ar uppgötvanir í stærðfræði,
sem gert hafa okkur kleift að
hefja tilraunir með stærðfræði-
legar veðurspár.
Ég ætla nú að skýra nokkuð
frá því starfi sem fram fer í
Veðurstofunni. Svæðið sem við
höfum til athugunar er fer-
hyrningur, sem nær yfir hluta
af Norður-Atlantshafi og Vest-
ur-Evrópu. Á þessum ferhyrn-
ingi er net 200 athuganastöðva,
þaðan sem við fáum á tiltekn-
um tímum upplýsingar um loft-
þyngd við yfirborð sjávar og í
um 5500 metra hæð. Þetta eru
frumupplýsingarnar, sem stærð-
fræðingurinn byrjar með út-
reikninga sína. (Loftþyngdar-
mælingar í 5500 metra hæð eru
gerðar með því að senda upp
loftbelgi með mælitækjum og
senditækjum).
,,Gufuhvolfslíkanið“ gerðu
tveir starfsmenn við rannsókn-
ardeild Veðurstofunnar. Hæð
þess er um 9000 metrar; það
felur í sér áhrif af snúningi
jarðar og tekur einnig nokkuð
tillit til áhrifa af hita, en það
hefur enga innri núningsmót-
stöðu. Reikningsjöfnur þessa
líkans eru blátt áfram tjáning
þeirra eðlisfræðilögmála, sem
ráða hreyfingum lofts í þeim
,,kassa“ sem takmarkast af
áðurnefndum ferhyrningi, yfir-
borði jarðar og ,,loki“ líkansins
í 9000 metra hæð. Og þær geta
gefið upplýsingar um hve hratt
loftvogin fellur eða stígur á til-
teknum tíma á stöðum á hinu
tiltekna svæði. Að fengnum
þessum upplýsingum getum við
reiknað út hinar raunverulegu
loftþyngdarbreytingar stutt
fram í tímann. Þó að ,,líkanið“
sé einfalt, eru jöfnurnar alltof
flóknar til þess að hægt sé að
leysa þær nógu fljótt á venju-
legan hátt. Það verður að nota
rafeindareikningsvél. Það tek-
ur fimm mínútur að ,,mata“
hana á þeim upplýsingum sem
fyrir liggja, hún er tíu mínútur
að leysa jöfnurnar og fimm
mínútur að þrykkja útkomurn-
ar á pappír. En svarið sem
reikningsvélin gefur nægir að-
eins til þess að segja fyrir um
loftþyngdina klukkutíma fram
í tímann. Það verður því að
endurtaka útreikningana fyrir
hvern klukkutíma þangað til
við erum orðnir sólarhring á
undan og ,,mata“ reikningsvél-
ina hverju sinni á þeim niður-
stöðum, sem fengust í næstu
útreikningum á undan. Þetta er
sama aðferðin og Richardson
notaði á sínum tíma.
Til að skýra þetta betur, skul-
um við taka dæmi. Við byrj-