Úrval - 01.04.1954, Side 51

Úrval - 01.04.1954, Side 51
VEÐURSPÁR LANGT PRAM 1 TÍMANN ? 49 um með upplýsingar, sem liggja fyrir um hádegi á mánudegi. Eftir tuttugu mínútum höfum við í höndum spá um loft- þyngdina klukkan eitt, eftir 40 mínútur spána fyrir klukkan tvö, eftir klukkutíma spána fyr- ir klukkan þrjú o. s. frv. þang- að til klukkan átta um kvöldið, að við höfum í höndum spá um loftþyngdina á hádegi á þriðju- dag. (Með fullkomnari reikn- ingsvélum verður kannski hægt að stytta þessa átta tíma nið- ur í einn eða tvo.) Þannig höf- um við reiknað út veðurkort, sem afhenda má veðurfræð- ingnum honum til aðstoðar við að semja veðurspána á mæltu máli. Enn er of snemmt að meta þann árangur sem fengizt hef- ur, en hann er þó nægilegur til að hvetja okkur til að halda áfram á sömu braut. Það er raunar merkilegt, að svona ein- falt líkan skuli skiia svo góðum árangri sem raun ber vitni. Að vísu hættir reikningsvélinni til að ýkja stundum, en henni hef- ur tekizt vel að segja fyrir um ýmsa meginþætti hins raun- verulega ástands. Svipaður ár- angur hefur fengizt í Ameríku, þar sem áþekkt ,,líkan“ hefur verið notað. Eg vona að ég hafi gert mönnum ljóst, að reikn- ingsvélin gefur ekki veðurspá í venjulegri merkingu þess orðs, heldur aðeins beinagrind, sem veðurfræðingurinn verður að klæða holdi. Það er ekkert í útreikningum hennar sem segir til um regn, snjó eða frost. Öllu því verður veðurspámaðurinn að bæta við og notar til þess þekkingu sína í eðlisfræði og reynslu sína. Ef við gætum treyst því sem reikningsvélin segir okkur, ætti hin daglega veðurspá okkar að geta orðið stórum nákvæmari en hún er nú. Hin stærðfræðilega aðferð, sem við notum nú, er bundin við veðurspár til skamms tíma, og ég býst ekki við að lifa þann dag þegar við getum með ör- uggu trausti notað hana til að spá um veðrið nokkrar vikur fram í tímann. Það má alltaf búast við, að breytingar, sem byrja t. d. á mánudegi, en eru þá svo litlar, að þær eru ekki mælanlegar, vaxi og verði orðn- ar ráðandi á föstudag. En von mín er sú, að unnt verði að nota stærðfræðina til að gefa hlut- læga og áreiðanlega vísbend- ingu um hverjar breytingar séu líklegastar á veðrinu á hverj- um tíma. Reikningsvélin mun aldrei geta komið í stað hins glögga, reynda veðurspámanns, en við höfum ástæðu til að vona, að stærðfræðin eigi eftir að reynast veðurfræðingnum hollari ráðgjafi, leiðbeinandi og vinur en nokkru sinni fyrr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.