Úrval - 01.04.1954, Page 55
HEIMSÖKN 1 BATA — STÆRSTU SKÓVERKSMIÐJUR EVRÖPU 53
reisa það og brjóstmynd af hon-
um stendur við anddyrið.
Skólamálin virðast vera í
góðu lagi, að minnsta kosti
hvað snertir starfs- og iðnskóla.
Bygging skólanna er einnig að
mestu verk Tómasar Bata.
Að því er mér skilst hefur
Tómas Bata notið hylli verka-
manna. Þeir báru virðingu fyrir
honum og litu á hann sem
strangan heimilisföður. Þar að
auki var hann duglegur fagmað-
ur og afburðakaupsýslumaður.
Um bróðursoninn A. J. Bata
andar kaldar. Það virðist eng-
inn harma, að hann hefur hrist
ryk skóbæjarins af fótum sér
fyrir fullt og allt.
Það eru mörg snotur íbúðar-
hús, eins, tveggja og þriggja
íbúða. Sum eru byggð á einka-
lóðum, sem Bata hefur selt, en
flest þeirra eru í eigu verksmiðj-
anna. Nú eru raunar ekki byggð
einbýlishús lengur, bærinn er
orðinn svo stór, að hann verður
að fara spart með lóðirnar. Sér-
kenni er, að það eru hlaupandi
númer á húsunum, ekki aðeins í
hverri götu fyrir sig, heldur í
öllum bænum. Annað sérkenni
er, að yfir útidyrum eru alls
staðar teiknaðar myndir. Það er
gamall siður, upprunalega til-
kominn svo að börn, sem ekki
eru læs, rati heim til sín.
Við göngum inn í hús nr. 3640
— sem er með mynd af leður-
blöku yfir dyrunum — og uppi
á annarri hæð erum við kynnt-
ir fyrir ritstjóra ,,Tep“. Hann
er á skyrtunni, bersýnilega ný-
vaknaður af miðdegisblundin-
um. En hann strýkur Lenin-
skegg sitt og tekur alúðlega á
móti okkur og sýnir okkur ný-
tízkulega íbúð sína, sem hann
borgar fyrir 500 tékkneskar
krónur á mánuði. Húsbúnaður
er fábrotinn, húsgögnin fá en
smekkleg, og lítið um myndir.
Eg tek þó eftir, að tvær stórar
ljósmyndir hanga yfir skrif-
borðinu í stofunni, er önnur af
Stalin en hin af Gottwald.
Á heimleiðinni er okkur sýnt
stærsta kvikmyndahús Mið-
Evrópu, með 1600 sætum. Það
er nálægt verksmiðjunum. Á
öðrum stað sáum við sundlaug.
Og í skógarlundi er okkur
bent á timburhús, sem er mjög
frábrugðið öllum rauðu múr-
steinshúsunum í bænum. Það er
lítið íbúðarhús í gömlum stíl,
óásjálegt í þessu umhverfi, en
sögulega merkilegt fyrir þær
sakir, að þar bjó Tómas Bata
— stofnandi bæjarins og verk-
smiðjanna. Margt hefur breytzt
í skóbænum, en hús skókóngs-
ins stendur eins og það var þeg-
ar hann bjó þar.
o-o-o