Úrval - 01.04.1954, Síða 57
HUNDURINN MINN, HANN MARKÚS
55
kjötbiti rann af gafflinum og
féll niður á ábreiðuna. Þótt
Marltús svæfi frammi í eldhúsi
— og herbergi og gangur væri
á milli — heyrði hann bitann
detta. Hann kom þjótandi inn
í borðstofuna og hámaði hann
í sig.
,,Hæ, Markús! Ég hélt þú
værir heyrnarlaus," kallaði ég.
Hann ætlaði fyrst að láta
sem ekkert væri. En svo varð
hann skömmustulegur, lagði
niður rófuna og tók upp ,,hug-
dettu“ hlutverk sitt.
Skömmu síðar kallaði ég
þrisvar á hann í göngferð, án
þess hann heyrði — en hann
stökk strax á fætur, er hann
heyrði til slátrarans. Okkur
hjónunum kom saman um að
það þyrfti að lækna garminn.
Aðferðin, sem við völdum,
var ef til vill ekki sem drengi-
legust. Markús var heyrnar-
laus; við ætluðum að verða mál-
laus. Þegar Markús var ein-
hversstaðar nálægur, ætluðum
við að látast vera að tala, en
ekki segja orð.
Fyrsta viðbragð Markúsar
við þessum ,,undarlegheitum“
var letileg undrun. Bráðlega fór
honum samt að líða illa. Hafði
hann farið of langt í þessum
leikaraskap? Var hann í raun
og veru orðinn heyrnarlaus ?
Það skelfilegasta af öllu þessu
var þó, að verið gat að við
værum að tala um mat! Sú
hugsun ætlaði alveg að gera út
af við hann.
Á meðan við gerðum tal-
hreyfingar með munninum
hvort framan í annað, sat
Markús og starði í ofvæni fram-
an í okkur á víxl, alveg eins og
hann væri að reyna að lesa orð-
in af vörum okkar, — ég get
svarið það. Þegar hann komst
að því, að ekki var kallað á
hann til borðunar, eins og áður,
hætti hann að þora að sofna,
svo að hann missti ekki af
matnum. Ég efast um að hann
hafi fengið sinn 14 stunda svefn
á sólarhring, og hann léttist
niður í nærri 300 pund af allri
þessari ólukkans armæðu.
Við héldum þessu áfram í
nokkra daga. Svo ákváðum við
að skila Markúsi aftur heyrn-
inni. Ég sagði einn morgun
hátt: „Komdu, Markús! Það er
kominn tími til að fara út að
labba, drengur."
Yfir trýni hans færðist léttis-
og ánægjusvipur. Hann var þá
ekki heyrnarlaus eftir allt sam-
an! Hann stökk á fætur; hann
hljóp út að hliðinu eins og ung-
lamb. Hann fór með fögnuði
lengstu gönguferð sem hann
hafði farið á ævinni — næstum
því einn kílómetra!
Hvorki Markús né við urðum
fyrir frekari óþægindum af
heyrnarleysi hans.
Ó. Sv. þýddi.