Úrval - 01.04.1954, Qupperneq 57

Úrval - 01.04.1954, Qupperneq 57
HUNDURINN MINN, HANN MARKÚS 55 kjötbiti rann af gafflinum og féll niður á ábreiðuna. Þótt Marltús svæfi frammi í eldhúsi — og herbergi og gangur væri á milli — heyrði hann bitann detta. Hann kom þjótandi inn í borðstofuna og hámaði hann í sig. ,,Hæ, Markús! Ég hélt þú værir heyrnarlaus," kallaði ég. Hann ætlaði fyrst að láta sem ekkert væri. En svo varð hann skömmustulegur, lagði niður rófuna og tók upp ,,hug- dettu“ hlutverk sitt. Skömmu síðar kallaði ég þrisvar á hann í göngferð, án þess hann heyrði — en hann stökk strax á fætur, er hann heyrði til slátrarans. Okkur hjónunum kom saman um að það þyrfti að lækna garminn. Aðferðin, sem við völdum, var ef til vill ekki sem drengi- legust. Markús var heyrnar- laus; við ætluðum að verða mál- laus. Þegar Markús var ein- hversstaðar nálægur, ætluðum við að látast vera að tala, en ekki segja orð. Fyrsta viðbragð Markúsar við þessum ,,undarlegheitum“ var letileg undrun. Bráðlega fór honum samt að líða illa. Hafði hann farið of langt í þessum leikaraskap? Var hann í raun og veru orðinn heyrnarlaus ? Það skelfilegasta af öllu þessu var þó, að verið gat að við værum að tala um mat! Sú hugsun ætlaði alveg að gera út af við hann. Á meðan við gerðum tal- hreyfingar með munninum hvort framan í annað, sat Markús og starði í ofvæni fram- an í okkur á víxl, alveg eins og hann væri að reyna að lesa orð- in af vörum okkar, — ég get svarið það. Þegar hann komst að því, að ekki var kallað á hann til borðunar, eins og áður, hætti hann að þora að sofna, svo að hann missti ekki af matnum. Ég efast um að hann hafi fengið sinn 14 stunda svefn á sólarhring, og hann léttist niður í nærri 300 pund af allri þessari ólukkans armæðu. Við héldum þessu áfram í nokkra daga. Svo ákváðum við að skila Markúsi aftur heyrn- inni. Ég sagði einn morgun hátt: „Komdu, Markús! Það er kominn tími til að fara út að labba, drengur." Yfir trýni hans færðist léttis- og ánægjusvipur. Hann var þá ekki heyrnarlaus eftir allt sam- an! Hann stökk á fætur; hann hljóp út að hliðinu eins og ung- lamb. Hann fór með fögnuði lengstu gönguferð sem hann hafði farið á ævinni — næstum því einn kílómetra! Hvorki Markús né við urðum fyrir frekari óþægindum af heyrnarleysi hans. Ó. Sv. þýddi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.