Úrval - 01.04.1954, Page 63
S engri vísindagrein eru um þessar mundir
eins stórstígar framfarir og í efnafræð-
ánni. Hér er drepið á ýmislegt —
NÝTT nr efnasmiðjum heimsins.
Úr „Chemistry“, „Det rigtige", „Discovery" og
„Popular Science Monthly“.
■CHEMISTRY:
HYDRAZINE
Eftir Harland Manchester.
Ar RUM saman var hið kem-
iska efni hydrazine, sem
lítur út eins og vatn og hefur
svipaða lykt og ammoníak, ekki
annað en sýningargripur í rann-
sóknarstofum efnafræðinga. En
í síðari heimsstyrjöldinni gerðu
þýzkir efnafræðingar úr því
geysiorkumikið rakettuelds-
neyti. Þar með höfðu þeir opn-
að dyr að dýrmætu efnaforða-
búri, því að hydrazine hefur nú
þegar reynzt sannkallað undra-
efni á fjölmörgum sviðum.
Eitt af afleiðsluefnum þess er
nýtt berklalyf, sem virðist ætla
að reynast vel. Annað dregur
stórkostlega úr vexti jurtagróð-
urs, ef því er úðað á hann. Fjöl-
margar efnaverksmiðjur vinna
nú að því að nýta þetta undra-
efni á sem flestum sviðum.
Hydrazine var fyrst notað
sem rakettueldsneyti 1943, þeg-
ar flugvél, ekki ósvipuð tundur-
skeyti í laginu, hóf sig til flugs
skammt frá Bremen. Hún geist-
ist gegnum geiminn eins og
loftsteinn og sendi frá sér ofsa-
legan hvin. Flugmaðurinn, sem
fór í reynsluflugið, átti ekki
nógu sterk orð til að lýsa hrifn-
ingu sinni á flughæfni þessarar
hraðskreiðu vélar.
Þetta var Messerschmitt 163-
B, fyrsta mannstýrða rakettu-
flugvél sem smíðuð hafði verið.
Þjóðverjar byggðu 300 slíkar
vélar, sem reyndust flugher
Bandamanna skæðir óvinir síð-
ustu mánuði stríðsins.
Eftir stríðið voru ein slík flug-
vél og höfundur hennar, flug-
vélasmiðurinn dr. Alexander
Lippisch, flutt til Kalifomíu,
þar sem frekari tilraunum var
haldið áfram. Bretar fengu líka
eina ,,163-B“, og einnig Rússar,
ásamt tækjum, mótum og tækni-
fræðingum. Þessi litla, þýzka
rakettuflugvél hefur valdið
byltingu í flughernaði.
Framleiðsla á hydrazine hef-
ur margfaldast á undanfömum
árum og er nú um 140.000 kg.
á ári í Bandaríkjunum einum.
Það er búið til úr ódýrum efn-