Úrval - 01.04.1954, Side 79

Úrval - 01.04.1954, Side 79
„VIÐ GERUM ÞAÐ SEM VIÐ GETUM“ 77 til ills en góðs, ættu þeir ekki frjálst val, ef þeir vilja kom- a.st hjá sterkum þýzkum menn- ingaráhrifum á þjóðina. Dæmið sýnir hve samkeppnin ræður miklu í vali tæknilegra möguleika, sem oft eru engum til góðs. Litkvikmyndin hefur að miklu leyti útrýmt litlausu myndunum, ekki af því að tján- ingarmöguleikar þeirra væru tæmdir eða ófullnægjandi, held- ur af því að hún knúði á sem nýr tæknilegur möguleiki. Þeg- ar eitt kvikmyndafélag byrjar að taka litmyndir, verða öll að gera hið sama. Sem tæki til að ná tilætluðu markmiði er lit- myndin ekki litlausu myndinni fremri, en að magni til (kvanti- tativt) er hún meiri: allir geta séð, að hún er eitthvað meira. Árangurinn varð sá, að fram- leiðslukostnaðurinn margfaldað- ist og tryggja varð hverri kvik- mynd margfalt fleiri áhorfend- ur, en það varð einungis gert með því að gera þær innihalds- lausari, æsilegri og fordóma- fyllri. Litkvikmyndin hefur að sjálfsögðu mikla kosti þegar um sérstök verkefni er að ræða, en það er ekki til góðs hve mjög hún hefur útrýmt lit- lausu myndunum. Hún er í fæst- um tilfellum betra tjáningar- tæki. En hún skapaði þörf. Menn lærðu að sakna litanna þegar þeir sáu litlausa mynd. Hið sama er nú að gerast með þrívíðu myndimar. Þær geta sýnt oss unaðslegar náttúr- myndir, en ef þær útrýma flötu myndunum með öllu, þá marg- falda þær enn framleiðslukostn- aðinn. Hið fyrirferðarmikla tjáningartæki kæfir það sem því er ætlað að tjá. Hinir miklu tæknimöguleikar ljósmyndavél- arinnar fá oss til að einblína á leikni Ijósmyndarans: tækið verður aðalatriðið, tilgangurinn gleymist. Með aðstoð tækninnar getum vér þetta og hitt, segjum vér, en hvað er að „geta“ eitthvað, ef vér getum ekki látið það ógert? Þá er ekki lengur um val að ræða. Möguleikinn er orðinn nauðung. Ég þekki af eigin reynslu það sem gerist þegar ungbarn veik- ist í maga í New York. Ef maður vill ekki taka á sig þá ábyrgð að fylgja ekki ráðum læknisins, þá er farið með barn- ið á risastóran spítala og það látið ganga í gegnum allar þær rannsóknir og aðgerðir sem læknisfræðin kann, þar með talin mænustunga og blóðgjöf. Barnið er strax tekið ,,af brjósti" og sett á ,,gervimjólk“, sem búin er til eftir sérstakri „formúlu". Og meðan bamið liggur í sinni stofu og sýgur gervibrjóst, liggur móðirin í annarri stofu og gefur „gervi- barni“ að sjúga. Gervibarnið er vél, sem losar móðurina við mjólkina sem líkami hennar þráast við að framleiða þó að engin þörf sé fyrir hana.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.