Úrval - 01.04.1954, Page 79
„VIÐ GERUM ÞAÐ SEM VIÐ GETUM“
77
til ills en góðs, ættu þeir ekki
frjálst val, ef þeir vilja kom-
a.st hjá sterkum þýzkum menn-
ingaráhrifum á þjóðina.
Dæmið sýnir hve samkeppnin
ræður miklu í vali tæknilegra
möguleika, sem oft eru engum
til góðs. Litkvikmyndin hefur
að miklu leyti útrýmt litlausu
myndunum, ekki af því að tján-
ingarmöguleikar þeirra væru
tæmdir eða ófullnægjandi, held-
ur af því að hún knúði á sem
nýr tæknilegur möguleiki. Þeg-
ar eitt kvikmyndafélag byrjar
að taka litmyndir, verða öll að
gera hið sama. Sem tæki til að
ná tilætluðu markmiði er lit-
myndin ekki litlausu myndinni
fremri, en að magni til (kvanti-
tativt) er hún meiri: allir geta
séð, að hún er eitthvað meira.
Árangurinn varð sá, að fram-
leiðslukostnaðurinn margfaldað-
ist og tryggja varð hverri kvik-
mynd margfalt fleiri áhorfend-
ur, en það varð einungis gert
með því að gera þær innihalds-
lausari, æsilegri og fordóma-
fyllri.
Litkvikmyndin hefur að
sjálfsögðu mikla kosti þegar
um sérstök verkefni er að ræða,
en það er ekki til góðs hve
mjög hún hefur útrýmt lit-
lausu myndunum. Hún er í fæst-
um tilfellum betra tjáningar-
tæki. En hún skapaði þörf. Menn
lærðu að sakna litanna þegar
þeir sáu litlausa mynd.
Hið sama er nú að gerast með
þrívíðu myndimar. Þær geta
sýnt oss unaðslegar náttúr-
myndir, en ef þær útrýma flötu
myndunum með öllu, þá marg-
falda þær enn framleiðslukostn-
aðinn. Hið fyrirferðarmikla
tjáningartæki kæfir það sem
því er ætlað að tjá. Hinir miklu
tæknimöguleikar ljósmyndavél-
arinnar fá oss til að einblína
á leikni Ijósmyndarans: tækið
verður aðalatriðið, tilgangurinn
gleymist.
Með aðstoð tækninnar getum
vér þetta og hitt, segjum vér,
en hvað er að „geta“ eitthvað,
ef vér getum ekki látið það
ógert? Þá er ekki lengur um
val að ræða. Möguleikinn er
orðinn nauðung.
Ég þekki af eigin reynslu það
sem gerist þegar ungbarn veik-
ist í maga í New York. Ef
maður vill ekki taka á sig þá
ábyrgð að fylgja ekki ráðum
læknisins, þá er farið með barn-
ið á risastóran spítala og það
látið ganga í gegnum allar þær
rannsóknir og aðgerðir sem
læknisfræðin kann, þar með
talin mænustunga og blóðgjöf.
Barnið er strax tekið ,,af
brjósti" og sett á ,,gervimjólk“,
sem búin er til eftir sérstakri
„formúlu". Og meðan bamið
liggur í sinni stofu og sýgur
gervibrjóst, liggur móðirin í
annarri stofu og gefur „gervi-
barni“ að sjúga. Gervibarnið er
vél, sem losar móðurina við
mjólkina sem líkami hennar
þráast við að framleiða þó að
engin þörf sé fyrir hana.