Úrval - 01.04.1954, Page 85

Úrval - 01.04.1954, Page 85
SJÚKDÓMAR DAUÐSFÖLL OG SKILNAÐIR 83 iðleikum hjá honum. Hann varð óánægður með sjálfan sig. Erf- iðleikar og árekstrar urðu í um- gengni hans við félagana og hann átti erfitt með að halda vináttu þeirra, þó að hann ósk- aði einskis frekar. Það kvaldi hann, að hann gat aldrei verið eins og hann átti að sér þegar hann var með félögunum. Það var eins og hann væri alltaf að leika frammi fyrir þeim. Róbert hafði fundið, að for- eldrarnir voru, án þess að vita af því sjálf, sífellt að bera hann saman við hinn látna. Við í- myndaðan dreng, sem hann gat aidrei hent reiður á. Hann gat ekki jafnast á við hann, og ekki varið sig gegn honum. Ein or- sök hinna geðrænu erfiðleika hans var einmitt sú innri tog- streita sem spratt af viðleitni hans til þess annars vegar að líkjast þessu hugarfóstri móð- urinnar, og hinsvegar náttúrleg andúð hans á því, barátta hans fyrir því að vera metinn fyrir eigin verðleika, eins og hann var, og efi hans um það, að nokkur gæti það, jafnvel hann sjálfur. En ennþá alvarlegri en sjálf- ur missirinn held ég að séu þær ímyndanir sem barnið gerir sér um eigin sök eða annarra á dauða einhvers í f jölskyldunni. Eg minnist í því sambandi telpu, sem gerbreyttist við and- lát föður síns. Faðirinn hafði verið mjög heimakær og bund- :inn konu sinni og börnum föst- um böndum, en eftirlætið var þó yngsta dóttirin, Brita, yndis- legt barn, blíðlynd og vel gefin. Hún var fjögurra ára þegar pabbi hennar dó, einmitt á þeim aldri þegar hlýjar tilfinningar tii föðurins voru að vakna. Móðirin tók sér mjög nærri frá- fall mannsins, en hún gat ekki, eða leyfði sér ekki vegna bam- anna, að láta í ljós sorg sína, en bældi hana niður. Hún fékk þannig aldrei tækifæri til að veita sorg sinni útrás, og það fengu börnin heldur ekki. Við- brögð Britu voru með sérstök- um hætti en ekki óvenjuleg. Hún grét ekki og talaði aldrei um pabba sinn. Hún fylgdi hon- um ekki til grafar eins og hin börnin. En hegðun hennar ger- breyttist. Hún varð óstýrilát, uppivöðslusöm og heimtufrek. Hún tók það sem systkini henn- ar áttu, en þótt hún væri svona mikil fyrir sér, var hún hrædd við að vera ein. Hún varð myrk- fælin. í ímjmdunarheimi Britu hafði dauði föðurins fóstrað þá hugmynd, að mamma hennar hefði tekið hann frá henni, og þannig varð móðirin í ímyndun hennar að drottnara yfir lífi og dauða. Hún varð hrædd við þetta vald hennar, og hún varð uppivöðslusöm og altekin skemmdarfýsn, en jafnframt hékk hún í pilsfaldi móður sinn- ar af ótta við að hún yrði yfir- gefin á sama hátt og hún hélt að pabbi sinn hefði verið yfir- gefinn. Það sem bærðist innra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.