Úrval - 01.04.1954, Qupperneq 85
SJÚKDÓMAR DAUÐSFÖLL OG SKILNAÐIR
83
iðleikum hjá honum. Hann varð
óánægður með sjálfan sig. Erf-
iðleikar og árekstrar urðu í um-
gengni hans við félagana og
hann átti erfitt með að halda
vináttu þeirra, þó að hann ósk-
aði einskis frekar. Það kvaldi
hann, að hann gat aldrei verið
eins og hann átti að sér þegar
hann var með félögunum. Það
var eins og hann væri alltaf að
leika frammi fyrir þeim.
Róbert hafði fundið, að for-
eldrarnir voru, án þess að vita
af því sjálf, sífellt að bera hann
saman við hinn látna. Við í-
myndaðan dreng, sem hann gat
aidrei hent reiður á. Hann gat
ekki jafnast á við hann, og ekki
varið sig gegn honum. Ein or-
sök hinna geðrænu erfiðleika
hans var einmitt sú innri tog-
streita sem spratt af viðleitni
hans til þess annars vegar að
líkjast þessu hugarfóstri móð-
urinnar, og hinsvegar náttúrleg
andúð hans á því, barátta hans
fyrir því að vera metinn fyrir
eigin verðleika, eins og hann
var, og efi hans um það, að
nokkur gæti það, jafnvel hann
sjálfur.
En ennþá alvarlegri en sjálf-
ur missirinn held ég að séu þær
ímyndanir sem barnið gerir sér
um eigin sök eða annarra á
dauða einhvers í f jölskyldunni.
Eg minnist í því sambandi
telpu, sem gerbreyttist við and-
lát föður síns. Faðirinn hafði
verið mjög heimakær og bund-
:inn konu sinni og börnum föst-
um böndum, en eftirlætið var
þó yngsta dóttirin, Brita, yndis-
legt barn, blíðlynd og vel gefin.
Hún var fjögurra ára þegar
pabbi hennar dó, einmitt á þeim
aldri þegar hlýjar tilfinningar
tii föðurins voru að vakna.
Móðirin tók sér mjög nærri frá-
fall mannsins, en hún gat ekki,
eða leyfði sér ekki vegna bam-
anna, að láta í ljós sorg sína, en
bældi hana niður. Hún fékk
þannig aldrei tækifæri til að
veita sorg sinni útrás, og það
fengu börnin heldur ekki. Við-
brögð Britu voru með sérstök-
um hætti en ekki óvenjuleg.
Hún grét ekki og talaði aldrei
um pabba sinn. Hún fylgdi hon-
um ekki til grafar eins og hin
börnin. En hegðun hennar ger-
breyttist. Hún varð óstýrilát,
uppivöðslusöm og heimtufrek.
Hún tók það sem systkini henn-
ar áttu, en þótt hún væri svona
mikil fyrir sér, var hún hrædd
við að vera ein. Hún varð myrk-
fælin. í ímjmdunarheimi Britu
hafði dauði föðurins fóstrað þá
hugmynd, að mamma hennar
hefði tekið hann frá henni, og
þannig varð móðirin í ímyndun
hennar að drottnara yfir lífi og
dauða. Hún varð hrædd við
þetta vald hennar, og hún varð
uppivöðslusöm og altekin
skemmdarfýsn, en jafnframt
hékk hún í pilsfaldi móður sinn-
ar af ótta við að hún yrði yfir-
gefin á sama hátt og hún hélt
að pabbi sinn hefði verið yfir-
gefinn. Það sem bærðist innra