Úrval - 01.04.1954, Page 98
S6
ÚRVAL
ins“, þegar þeir þurftu mest á
hjálp þeirra að halda. Þeir eru
ekki frændur mínir, nei, góðir
hálsar.
Þetta er ástæðan til þess að
ég er ekkert hrifinn af Bretum.
En hvort mér var vel til þeirra
eða ég fyrirleit þá, skipti ekki
máli eins og á stóð. Ég varð að
vera vingjarnlegur, því að ég
átti ekki í annað hús að venda.
„Á hvaða dalli eruð þið,
drengir?"
,,Þú ert Ameríkani, — hvað
ert þú að gera hér?“
„Eg var trúlofaður stelpu,
sem átti veika móður. Ég varð
sjálfur að fara með hana á spít-
alann. Svo — þið skiljið."
„Og það er ekki hollt fyrir
þig að vera hér lengur?“
„Alveg rétt. Gæti ég leynzt
um borð hjá ykkur?"
„Ekki ómögulegt. Við erum
alltaf tilbúnir að rétta hjálpar-
hönd.“
„Hvert siglið þið?“
„Til Lissabon og Möltu, ogsvo
til Egyptalands. Við getum ekki
tekið þig með þangað, en þér
er velkomið að vera með til Bou-
logne. IJr því verður þú að sjá
um þig sjálfur."
„Það er allt í lagi, ef ég kemst
til Boulogne."
„Skipstjórinn er bölvað þræl-
menni. Ef hann væri ekki eins
og hann er, þá skyldum við fara
með þig í skemmtisiglingu
krineum hnöttinn. Hlustaðunúá
hvað þú átt að gera. Þú kemur
niður að skipi klukkan átta í
kvöld. Þá verður skipstjórinn
orðinn blindfullur. Hann heyrir
hvorki né sér. Við bíðum þín
við borðstokkinn. Þú skalt gefa
mér gætur. Ef ég ýti húfunni
aftur á hnakka, þá er allt í lagi
og þér er óhætt að koma um
borð. En ef einhver rekst á þig
þar, þá máttu ekki segja hver
hjálpaði þér. Því verður þú að
lofa.“
„Ég skil. Ég skal vera kom-
inn klukkan átta.“
Ég stóð við það. Húfan var
aftur á hnakka. Skipstjórinn var
svo fullur, að það rann ekki af
honum fyrr en við komum til
Boulogne. Þar fór ég af skip-
inu, og þannig komst ég til
Frakklands. Ég skipti pening-
um mínum í franska mynt. Síð-
an keypti ég mér farmiða með
lestinni til fyrsta viðkomustað-
arins á leiðinni til Parísar. Það
var Parísarhraðlestin. Ég sté
upp í hana.
Frakkar eru manna kurteis-
astir. Enginn sýndi mér þá á-
reitni að fara fram á að sjá far-
miðann minn.
Lestin rann inn á svonefnda
gare, en það þýðir brautarstöð
hjá þeim. Þannig komst ég til
Parísar, sem menn segja að sé
paradís þeirra Ameríkana, sem
eru orðnir leiðir á guðs eigin
landi.
Nú var spurt um farmiðana.
Lögreglan í París er ekki lengi
að hugsa sig um. Þar sem ég
hafði engan farmiða til Parísar,
og hafði ekið alla leið frá Bou-