Úrval - 01.04.1954, Side 100

Úrval - 01.04.1954, Side 100
■08 ÚRVAL aldrei heima, því að þar verð- ur maður sljór eins og hinir. Þó að maður sýni ekki nema örlítið rneiri skynsemi en fólk á að venjast, þá er maður kallað- ur sérvitringur, fólk segir að það hljóti að ganga eitthvað að manni, annars hegðaði maður sér ekki svona og kæmi öllu á annan endarm. Heima í Sconsin hefði ég aldrei getað sagt góða sögu. Fólk myndi hafa sagt að ég væri kjáni, og mér væri nær að kaupa benzínstöðina, sem hann Jorgson ætlar að selja. Þessvegna veit ég ekkert um lífið í fangelsunum heima. í París var það, svona: Fyrsti dagur: Skráning. Bað. Læknisskoðun. Sængurföt eru afhent. Ég fæ bók úr fangelsis- safninu. Er úthlutað klefa. Flyt í klefann. Fyrsti dagur liðinn. Annar dagur: Peningarnir, sem fundust á mér, voru afhent- ir féhirði fangelsisins. Ég varð að gefa margar yfirlýsingar um það, hvort ég ætti peningana, hvort ég saknaði nokkurs af þeim, hvort þetta væru nákvæm- lega sömu skildingarnir og ég hafði haft á mér. Allt þetta var skráð í þrjár þykkar bækur. Enn fremur var ég beðinn að gefa upplýsingar um önnur verðmæti, sem ég hafði haft á mér, en þau voru engin, og þetta varð ég að votta mörgum sinnum, skrifa nafn mitt yfir tuttugu sinnum i jafnmargar bækur og á jafn- mörg eyðublöð. Síðdegis: Það •.<er farið með mig á fund fang- elsisprestsins Hannvareinskon- ar blendingur úr mótmælanda og kalvínista. Hann talaði góða ensku. Það hlýtur að hafa verið enskan sem Vilhjálmur sigur- sæli talaði áður en hann sté á land á gamla Englandi. Ég skildi ekki orð í enskunni hans. Ég var í Frakklandi, þessvegna var ég kurteisari en heima, þar sem það er álitið kjánalegt að vera kurteis; þessvegna lét ég prest- inn ekki verða þess áskynja, að ég skildi ekki hvað hann var að tala um. Hvenær sem hann minntist á guð hélt ég að hann væri að tala um gauð. Hann bar það þannig fram. Það var ekki mín sök. Þannig leið annar dag- urinn. Þriðji dagur: Um morguninn var ég spurður af um það bil fimmtán fangavörðum, hverjum af öðrum, hvort ég hefði nokk- urntíma á ævinni saumað strengi á svuntur. Ég kvaðst ekki hafa gert það, og hefði ekki hugmynd um hvernig ætti að fara að því. Síðdegis: Ég er leiddur fyrir átta eða níu fangaverði, sem til- kynna mér, að ákveðið hafi verið að ég starfi á saumastof- unni við að sauma svuntu- strengi. Ég verð að skrifa nafn mitt á tugi eyðublaða, og það sem eftir er dagsins fer í það. Fjórði dagur: Það er farið með mig í birgðageymsluna, og þar eru mér afhent ein skæri, ein nál, um fimm metrar af tvinna og fingurbjörg. Ég kom fingurbjörginni ekki á neinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.