Úrval - 01.04.1954, Qupperneq 103

Úrval - 01.04.1954, Qupperneq 103
Á VALDI SKILRlKJANNA 101 an fimmtán daga, og sömu leið og ég hafði komið, og ef ég sæ- ist í Frakklandi eftir að fimmt- án dagarnir væru liðnir, þá myndu lögin koma til skjalanna og það yrði ekki tekið á mér með neinum silkihönzkum; þess vegna væri skynsamlegast af mér að draga það ekki til síð- asta dags að fara úr landi. Þeir sögðu mér ekki, hvað lögin hyggðust fyrir með mig. Ef til vill yrði ég fluttur til Djöfla- eyjar og hafður þar í haldi til dauðadags. Sérhver öld hefur sinn Rannsóknarrétt. Okkar öld hefur vegabréfið; það kemur í staðinn fyrir pyndingar miðald- anna. Og atvinnuleysið. ,,Þú ættir að hafa einhverja pappíra til þess að geta sannað hver þú ert,“ sagði lögreglumað- urinn. ,,Ég þarf enga pappíra; ég veit hver ég er,“ sagði ég. „Ef til vill. En það getur ver- ið að aðra langi til að vita hver þú ert. Auðvitað get ég útveg- að þér vottorð um að þú hafir verið látinn laus úr fangelsinu. En ég held að þú hefðir ekki mikið gagn af því. Ég hef ekki vald til að láta þig fá aðra papp- íra.“ ,,En þér hafið vald til að setja mig í fangelsi?" „Það er skylda mín. Fyrir það er mér greitt kaup. Hvað varstu að segja? Ég skil þig ekki. Nú máttu fara. Ég hef aðvarað þig í embættisnafni. Þú verður að vera farinn úr landi inn- an fimmtán daga. Það kemur mér ekki við, hvernig þú ferð að því. Einhvernveginn komstu inn í landið; þú getur farið sömu leið. Ef þú ferð ekki, þá skal ég hafa uppi á þér, þú getur verið viss um það. Af hverju ferðu ekki til Þýzkalands? Það er stórt land, og eftir atvikum gott land. Prófaðu Þjóðverjana; þeim fellur vel við fugla eins og þig. Jæja, gangi þér vel! Ég vona að ég sjái þig aldrei aft- ur.“ Eg hef furðað mig á því, að hvar sem ég hef flækst, hefur lögreglan viljað senda mig til Þýzkalands. Ástæðan getur ver- ið sú, að allir vilji hjálpa Þjóð- verjum að greiða stríðsskaða- bæturnar, eða menn álíti, að meira frelsi ríki í Þýzkalandi en í nokkru öðru landi í Evrópu. Hvernig má slíkt ske, þar sem forsetinn er sósíalisti, en þó þjóðernissinnaðri en jafnvel Bis- marck gamli var? Ég var í París í nokkra daga. Bara til að sjá hvað gerðist. Óvæntir atburðir hjálpa manni oft meira og fleyta manni lengra en nákvæmar áætlanir. Ég hafði fullan rétt til að ganga um göt- ur og stræti Parísar. Farmiðinn minn með lestinni hafði verið borgaður, ég skuldaði frönsku þjóðinni ekki einn eyri og mátti því eins og hver annar rölta um gangstéttirnar og horfa á ljósa- dýrðina. Ég verð að viðurkenna, að ég kom aldrei auga á amer-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.