Úrval - 01.04.1954, Page 105

Úrval - 01.04.1954, Page 105
A VALDI SKILRlKJANNA 103 um, sem sagði eithvað á þá leið, að guð hefði skapað landið til þess að það yrði land hinna frjálsu og ofsóttu. Önnur mynd af öðrum manni, sem hafði tal- að spaklega um rétt manna, jafnvel negra, til ótakmarkaðs frelsis. Þarna var líka stórt landa- bréf. Það var af landi, sem er nógu stórt og auðugt til að rúma fimmtíu milljónir manna í við- bót, manna, sem þrá að vinna og verða hamingjusamir á jörð- inni. Eg horfði á landabréfið og það gladdi mig að sjá að gamla Sconsin var ennþá á því. Ég var að horfa í kringum mig þegar frú ein ruddist með miklum fyrirgangi inn í biðstof- una. Lágvaxin, ótrúlega feit. Á alla hina sem biðu, og voru hor- aðir og sultarlegir á svipinn, ork- aði þessi frú eins og ósvífnasta móðgun. Feita frúin var með liðað, hrafnsvart hár, sem var greitt á sama hátt og götudrósir greiða sér, þegar þær ætla á bílstjóra- ballið með kærastanum. Hún var nefstór, með þykkar, mál- aðar varir og brún, dreymandi augu, sem voru stærri en augna- tóftimar og virtust ætla að þrýstast út úr þeim þá og þeg- ar. Feita frúin var klædd sam- kvæmt síðustu Parísartízku. Þegar maður horf ði á hana tipla á háu hælunum, bjóst maður við að hún myndi sligast undir stóru perlufestinni og platínuarm- böndunum, sem hún var með um úlnliðina. Fingurnir voru hlægi- lega stuttir og digrir. Hún bar demantshringi á öllum fingrum nema þumalfingrum; á sumum fingrunum var hún með tvo, jafnvel þrjá hringi. Það leit helzt út fyrir, að hringirnir væm nauðsynlegir til þess að koma í veg fyrir að digru fingurnir rifnuðu. Hún hafði ekki fyrr opnað dyrnar en hún hrópaði: ,,í guðs bænum, ég hef týnt vegabréfinu mínu. Hvar er ræðismaðurinn ? Ég verð að fá að tala við hann strax. ÍÉg verð að fá annað vega- bréf. Ég fer með Austurlanda- hraðlestinni í kvöld.“ Mér hafði verið talin trú um að engir týndu pappírum sínum nema sjómenn. Nú sá ég að vel- búið fólk getur líka verið vega- bréfslaust. Ég þóttist vita, að feita frúin ætti ekki von á góðu, þegar hún færi að segja ræðis- manninum frá óförum sínum. Ég hafði samúð með henni. Það var samúð galeiðuþrælsins með þjáningarbróður sínum. Skrifarinn þaut upp af stóln- um og var ekkert nema stima- mýktin. Hann hneigði sig og sagði mjög kurteislega: „Sjálf- sagt, frú. Ég skal láta ræðis- manninn vita af yður strax. Mér er það sönn ánægja. Bíðið and- artak.“ Hann flýtti sér að ná í stól og bauð feitu frúnni sæti. Hann sagði ekki: „Setjist!“ Aðeins: „Gerið svo vel að fá yður sæti, frú.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.