Úrval - 01.04.1954, Síða 105
A VALDI SKILRlKJANNA
103
um, sem sagði eithvað á þá leið,
að guð hefði skapað landið til
þess að það yrði land hinna
frjálsu og ofsóttu. Önnur mynd
af öðrum manni, sem hafði tal-
að spaklega um rétt manna,
jafnvel negra, til ótakmarkaðs
frelsis.
Þarna var líka stórt landa-
bréf. Það var af landi, sem er
nógu stórt og auðugt til að rúma
fimmtíu milljónir manna í við-
bót, manna, sem þrá að vinna
og verða hamingjusamir á jörð-
inni. Eg horfði á landabréfið og
það gladdi mig að sjá að gamla
Sconsin var ennþá á því.
Ég var að horfa í kringum
mig þegar frú ein ruddist með
miklum fyrirgangi inn í biðstof-
una. Lágvaxin, ótrúlega feit. Á
alla hina sem biðu, og voru hor-
aðir og sultarlegir á svipinn, ork-
aði þessi frú eins og ósvífnasta
móðgun.
Feita frúin var með liðað,
hrafnsvart hár, sem var greitt
á sama hátt og götudrósir greiða
sér, þegar þær ætla á bílstjóra-
ballið með kærastanum. Hún
var nefstór, með þykkar, mál-
aðar varir og brún, dreymandi
augu, sem voru stærri en augna-
tóftimar og virtust ætla að
þrýstast út úr þeim þá og þeg-
ar. Feita frúin var klædd sam-
kvæmt síðustu Parísartízku.
Þegar maður horf ði á hana tipla
á háu hælunum, bjóst maður við
að hún myndi sligast undir stóru
perlufestinni og platínuarm-
böndunum, sem hún var með um
úlnliðina. Fingurnir voru hlægi-
lega stuttir og digrir. Hún bar
demantshringi á öllum fingrum
nema þumalfingrum; á sumum
fingrunum var hún með tvo,
jafnvel þrjá hringi. Það leit
helzt út fyrir, að hringirnir væm
nauðsynlegir til þess að koma
í veg fyrir að digru fingurnir
rifnuðu.
Hún hafði ekki fyrr opnað
dyrnar en hún hrópaði: ,,í guðs
bænum, ég hef týnt vegabréfinu
mínu. Hvar er ræðismaðurinn ?
Ég verð að fá að tala við hann
strax. ÍÉg verð að fá annað vega-
bréf. Ég fer með Austurlanda-
hraðlestinni í kvöld.“
Mér hafði verið talin trú um
að engir týndu pappírum sínum
nema sjómenn. Nú sá ég að vel-
búið fólk getur líka verið vega-
bréfslaust. Ég þóttist vita, að
feita frúin ætti ekki von á góðu,
þegar hún færi að segja ræðis-
manninum frá óförum sínum.
Ég hafði samúð með henni. Það
var samúð galeiðuþrælsins með
þjáningarbróður sínum.
Skrifarinn þaut upp af stóln-
um og var ekkert nema stima-
mýktin. Hann hneigði sig og
sagði mjög kurteislega: „Sjálf-
sagt, frú. Ég skal láta ræðis-
manninn vita af yður strax. Mér
er það sönn ánægja. Bíðið and-
artak.“
Hann flýtti sér að ná í stól
og bauð feitu frúnni sæti. Hann
sagði ekki: „Setjist!“ Aðeins:
„Gerið svo vel að fá yður sæti,
frú.“